Skírnir - 01.04.1920, Síða 24
102
Elias Lönnrot og Kalevala.
[Skírnir
þá um leið að sýua, hvaða þakkarskuld þjóðin finska er
i við þennan sinn ágæta son, fyrir starf hans að því að
skapa annað eins ritverk. Hér skal ekki heldur út í þá
sálma farið, hverjum beri að réttu lagi að eigna Kalevala,
sjálfum safnandanum, eða finsku þjóðinni. Sjálfur hefir
Lönurot svarað þeirri spurningu á þá leið, að hann hafi
að eins verið >penni hinnar syngjandi þjóðar®, þar sem
hann sjálfur ætti ekki svo mikið sem tvær ljóðlínur í
hinu geysimikla safni. Hið eina, sem sér bæri heiður
fyrir, væri að hafa safnað efninu saman úr ýmsum áttum,
skeytt saman, það er saman ætti, og tnyndað heildarverk
úr þeim mörgu þúsundum kvæðabrota. Mætti segja að
þjóðin sjálf hefði verið tekin að semja Kalevala áður en
Lönnrot kemur til sögunnar, þar sem ýmsir kvæðaraenn
höfðu þegar á undan honum skeytt saman í minni sínu
á margan hátt það er þeir höfðu numið af öðrum. Lönn-
rot fullkomnar svo verk þessara mörgu kvæðamanna,
sem hann ritar upp eftir. Hann verður sjálfur fjölfróð-
asti og mesti kvæðamaður Finna við það að tileinka sér
það, er allir þeir mörgu kvæðamenn áttu, sem hann og
aðrir náðu til. »Þegar eg var kominn svo langt í kvæða-
kunnáttu minni, segir hann, að enginn gat við mig jafn-
ast í þeirri grein, þá áleit eg mér ekki síður lieimilt en
öðrum finskum kvæðamönnum að raða niður kvæðunum
eins og mér þótti bezt fara á þvi, eða eins og segir í
þjóðkvæðinu:
»Sjálf begynte jag besvárja
sjálf jag började att sjunga« —
þ. e. eg áleit mig vera engu lakari kvæðamann en hina«.
Kalevala er þannig verk finsku þjóðarinnar, en Lönn-
rot sá, er skapar ljóðunum það heildarsnið, sem þau birt-
ast í. Hann var að vísu góðskáld sjálfur, en hér hefir
hann alveg samlífað sig kveðskap þjóðar sinnar og leidd-
ur af næmri fegurðartilfinning sinni skapað honum þann
búning, er efninu sómdi, er berast skyldi alheimi lista og
menta til eyrna. Og með þessu hefir hann smíðað þjóð
sinni þá Sampó, sem er og verður enn dásamlegri en su,