Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 43

Skírnir - 01.04.1920, Side 43
Skirnir] Ráðningastofur. 121 ameríska hernum til að meta hæfileika manna í foringja- stöður og þótt reynast þar vel. Um þau verk, sem uunin 'eru í ákvæðísvinnu, ætti jafnframt að greina í vinnubókinni afköst verkamanns- ÍQ8 á tilteknum tíma. Um ekkert verk væri slikt auð- veldara en um síldarverkun, þar sem haldin er á hverri stöð nákvæm skýrsla um það hve margar tunnur síldar tver stúlka kverkar og saltar. Til að sýna dugnað stúlku við síldarverkun í hlutfalli við aðrar á sömu stöð, mundi einfaldast að miða við meðaltalið. Gerum ráð fyrir að á einhverri stöð hefðu verið saltaðar 10000 tunnur um síld- veiðatíraann, en síldarstúlkurnar verið 50. Þá hefir hver að meðaltali saltað 200 tunnur. Einkunn hverrar stúlku yrði þá brot, þar sem nefnarinn væri 200, en teljarinn ®ú tunnutala sem hún hefði saltað. Ein hefði t d. saltað 173 og fengi einkunnina ‘73/a0o> önnur 300 og fengi ein- kunnina 30720o s- írv- Slíkt sýnir í einni svipan hve langt hver stúlkan er fyrir ofan eða neðan meðaltalið. Nú gæti það komið fyrir, að stúlka hefði verið v eik öm skeið, eða forfalla-t á annan löglegan hátt og þvi af- kastað minna en hún ella mundi, og mætti þá láta þess getið í athugasemd. Líkt þessu mætti gefa, einkunnir fyrir fiskþvott í ákvæð- Lvinnu og fieiri störf. Hver sem einkunn gæfi í vinnubók ætti að skrifa nafn sitt og heimili við einkunnina og þann tíma er hún væri miðuð við. Bókin væri tvírituð og svo um búið, að kippa mætti út öðru hvoru blaði. öðrum megin á blað- fflu væri skýrsla sú ot; einkunnir þær eregnú hefigreint, hinum megin form fyrir umboð til ráðningastofu um að leita eiganda bókarinnar atvinnu og kaupið sem upp væri sett. Sá sem vildi leita til ráðningastofu um atvinnu fylti Þú út þetta form, kipti blaðinu úr og sendi það til ráðn- iugastofunnar. Hún hefir þá á sama blaði fullgilt vottorð Um manninn og umboð hans. Vinnubækurnar ættu að vera til sölu svo víða um land alt, að hver maður gæti ^ueð lítilli fyrirhöfn eignast þær.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.