Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 35

Skírnir - 01.04.1920, Side 35
Skírnir] Ráðningastofur. 113 þær síðan til fólksráðningarstofunnar, með fyrirspurnir og boð í verkafólk, Sömu leið getur sá farið, sem vinnu- kraft hefir að bjóða. Samningur, sem sveitarstjórn eða bæjarstjórn gerir samkvæmt framkomnum tilmælum vinnu- veitanda og vinnuþiggjanda við fólksráðningarstofuna, er bindandi fyrir hlutaðeigandi einstaklinga. — í umræðunum um ráðningastofuna á þinginu var það helzt fundið að hugmyndinni, að slík stofa mundi ekki svara kostnaði. Vinnuveitendur og verkamenn mundu ■vilja þekkjast áður en þeir gerðu samninga með sér. Þá þótti og sumum það krókaleið, að snúa sér lyrst til bæjarstjórnar eða sveitarstjórnar, en ekki beint til ráðningastofunnar. Bjarni Jónsson frá Vogi vildi heimila stjórninni að hafa ráðningastofur í kaupstöðum, eða þar sem tiltækilegt virðist út um land, eða þó fremur að fela bæjar- og sveitafélögum ráðninguna. — Annars virtust wmræðurnar bera það með sér, að málið hafði lítið verið bugsað. Þessi er þá í sem styztu máli saga málsins hér á landi. Ef til vill virðist sú litla reynsla sem hér er feng- bi og umræðurnar um málið ekki benda á, að ráðninga- stofur séu hér tímabærar enn þá, en eg bygg að það mál "vorði að athugast betur, áður en nokkrar ályktanir verða ^regnar um það, og það því fremur sem einmitt nú er verið að setja á stofn ráðningastofu hér í Reykjavik. Reynsla Búnaðarfélagsins sannar lítið, því að bæði bofir margt breyzt í atvinnulífi voru síðan 1906—’08, og bins vegar var ráðningastofa Búnaðarfélagsins eingöngu miðuð við sveitabændur, og sannar því ekkert um það, bvað almenn ráðningastofa mundi geta. Skulum vér nú athuga málið frá ýmsum hliðum. Ef vér þá lítum fyrst á sveitirnar, þá mun megin- þorri bænda fyrst leita fyrir sér um vinnufólk i nágrenni sínu, hvort heldur er ársfólk eða kaupafólk. Menn reyna ab ná í- þá sem þeir þekkja, og hafa þar enga milligöngu, eba þá kunnugra manna, sérstaklega um hjú. Og það ^blk, sem heima á í sveitum og ætlar að ráðast þar í 8

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.