Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 42

Skírnir - 01.04.1920, Side 42
120 Ráðningastofur. [Skirnir Auk þess ætti að vera eyða fyrir önnur störf eða iðnir, er eigandi bókarinnar kynni að vilja bæta við, og fyrir þá einkunn, er hann kynni að hafa fengið við kapp-próf í einhverju starfi, eða met, sem hann hefði unnið í því, og mun eg skýra það mál frekar í annað sinn. Verkamaður setti í bók sína merki við hvert það verk er hann þættist kunna, en jafnframt fengi hann hjá húsbónda sínum einkunn fyrir hvert verk er hann ynni i hans þágu, og væru einkunnirnar færðar inn í bókina. Hugsa eg mér að einkunn gæti verið 1, 2, 3, 4 eða 5 og fundin með þeim hætti er nú skal greina. Gerum ráð fyrir, að einhver húsbóndi ætti að gefa vinnumanoi sínum einkunn fyrir slátt. Hann skrifaði þá á blað nöfn þeirra sláttumanna, er hann hefði veitt.nána athygli og myndi vel eftir. Síðan raðaði hann þeim þannig, að hann setti efst þann, er hann teldi beztan sláttumann, en þann lakasta neðst, og hina í röð þar á milli, eftir því hve nærri eða fjarri hvor þeirra virtist eiga að vera öðrum hvorum þessara, tveggja, hámarkinu eða lámarkinu. Þegar röðuninni væri lokið, kallaði hann þann efsta 1, þann neðsta 5, þann sem væri mitt á milli kallaði hann 3, þann sem væri mitt á milli 1 og 3 kall- aði hann 2, og þann sem væri mitt á milli 3 og 5 kall- aði hann 4. Þar með hefði hann búið sér til mælikvarða á sláttumenn. Einkunn vinnumanns sins fyrir slátt fyndi hann nú með þvi að bera hann saman við þessa fimm og athuga hverjum þeirra hann gengi næst. Sé hann t. d. svipaðastur sláttumaður þeim sem á mælikvarðanum er talinn 2, fær hann einkunnina 2, o. s. frv. Sinn mæli- kvarðinn yrði búinn til fyrir hvert verkið og hvern eigin- leikann, sem dæmt væri um, til að dæma um fjármann yrði að búa sér til sinn fjármannamælikvarða o. s. frv. A sama hátt væru einkunnir gefnar um ástundun og hegðun. Þessi mannjafnaðaraðferð er nú ekki gripin úr lausu lofti. Hún hefir meöal annars verið höfð í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.