Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 34

Skírnir - 01.04.1920, Side 34
112 Ráðningastofur. [Skírnir beiðnirnar um útvegun á verkafólki 56, eu þeir sem föl- uðust eftir vinnu 22, og af þeiin réðust 16, karlar og kon- ur. Þessi tvö ár annaðist Sigurður Sigurðsson ráðunautur ráðninguna. — Þriðja árið, 1908, hafði Einar Helgason garðyrkjumaður hana á hendi. Þá komu 30 beiðnir, 9 um ársfólk og 21 um kaupafólk. Þeir sem báðu um árs- fólk fengu ekkert, af 16 kaupakonum, sem beðið var um, fengust 9 og af 5 kaupamönnum 3. Af þeim sem buðu sig fram voru allir ráðnir nema 2, sem settu of hátt kaup. Svona fór um þá tilraun. Astæðuna til þess, að með hverju ári komu færri beiðnir, telja forstöðumennirnir meðfram hafa verið þá, að ráðningastofan gat ekki full- nægt eftirspurninni, en að svo fáir verkamenn leituðu til hennar muni hafa verið af því, að þeir sem á annað borð vildu ráða sig í sveit hefðu flestir haft nógan kunningsskap til að koma sér þar fyrir án milligöngu ráðningastofunn- ar. Auk þess mundu bændur kjósa að þekkja þá, er þeir réðu til sín i vist eða kaupavinnu. Alþingi 1918 hafði til meðferðar frumvarp til laga um fólksráðningaskrifstofu í Reykjavík og um vald lands- stjórnarinnar til að ráðstafa atvinnulausu fólki (og bjargax- vana). Það fekk síðan nafnið »Frumvarp til laga uffi fólksráðningar*. Það kom frá bjargráðanefnd Ed., gekk i gegnum báðar deildir og upp í Ed. aftur, en var þar felt með 8: 6 atkv., og munu ekki ákvæðin um ráðn- ingastofuna hafa orðið því að falli, heldur ákvæðin um vald landsstjórnar, bæjarstjórna og sveitastjórna til að ráðstafa vinnufæru, atvinnulausu fólki. 1. og 2. gr- frumvarpsins voru um ráðningastofu og hljóðuðu þannig eftir 3. umr. í Nd.: 1. gr. Landsstjórninni heimilast að setja fólksráðn- ingastofu í Reykjavík, eftir samráði við Búnaðarfélag I3' lands og Fiskifélag íslands til fyrirgreiðslu vinnuviðskift- um í landinu. Laun forstöðumanns ákveður landsstjórnin. 2. gr. Hver sá, sem verkafólks er vant, getur snúið sér til hlutaðeigandi sveitarstjórnar eða bæjarstjórnar, og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.