Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 44

Skírnir - 01.04.1920, Side 44
122 Ráðningastofur. [Skírnir Þeir sem ráða sig í vist eða vinnu vilja nú hins veg- vegar fá sem glegstar fregnir af þeim stöðum er í boði eru. Þess vegna yrði jafnframt að gefa út eyðublöð fyrir þau skírteini, er ráðningastofan yrði að hafa frá þeim vinnuveitendum er til hennar leituðu um fólk. Eg geri ráð fyrir, að þar yrðu að minsta kosti þessi atriði um vinnuveitandann og heimili hans: Nafn, h e i m i 1 i, aldur, staða, tala heimilismanna, tala og aldur barna á heimilinu, heilsufar, húsa- kynni, starfið sem ráðið er til, k a u p i ð sem boðið er og önnur hlunnindi er því kynnu að fylgja. Þetta mundi aðallega eiga við, þegar ræða væri um ráðningu í vist eða kaupavinnu. Þeir sem ráða sig í sveit mundu og vilja vita um ýmislegt fleira, svo sem það, hvort engj- ar væru þurrar eða blautar, hvort gengið væri á þær að heiman eða legið í tjaldi Konur mundu vilja vita hve margar kýr eða ær væri að mjalta o. s. frv. Sérstakar aðrar atvinnugreinir, svo sem síldarútvegur, mundu aftur hafa sérstakt skýrsluform um þau kjör sem í boði væru. — Þessi skírteini mundu svo vinnuveitendur senda ráðn- ingarstofunni árituð hins vegar með umboði sínu. Þetta eru þá pappirsgögnin, og er nú næst að íbuga, hvernig þetta mundi ganga í framkvæmdinni. Ef til vill væri mörgum það óljúft starf að gefa öðrum slíkar ein- kunnir fyrir frammistöðu þeirra og þætti það ábyrgðarhluti, þar sem þessi vottorð mundu geta valdið nokkru um gengi þeirra er fengju þau. En vottorð og einkunnir verða menn oft að gefa hvort sem er, þegar þess er krafist, og sé það gert eftir beztu vitund, verður ekki meira heimtað. Eg býst við að menn fengju brátt æfingu i þessari aðferð, þegar hún væri alment notuð, og hún mundi vekja menn til umhugsunar. Þegar hver húsbóndi eða verkstjóri mætti vera við því búinn að gefa verkamönnum sinum vottorð um frammistöðu þeirra við hvert verkið, á þann hátt er eg hefi greint, þá geri eg ráð fyrir, að þeir færu að rifja upp fyrir sér og bera satnan það sem þeir hefðu «éð af vinnubrögðum við hvert verkið, jafnframt og þeir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.