Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 36

Skírnir - 01.04.1920, Side 36
114 Ráðningastofur. JSkirni: vist eða kaupamensku, fær efalaust að jafnaði nógar fyrir- spurnir af þarbygðarmönnum, og þyrfti því eigi að bjóða sig á ráðningastofu. Eins munu bændur að jafnaði svo kunnugir í smákauptúnum er þeir sækja til, að þeir geti ráðið sér það fólk, Jsem þar er að hafa, milligöngulaust, eða með aðstoð kunningja sinna. Þá fyrst, er þessar lindir þrjóta og leita verður í aðrar sýslur, til kaupstað- anna, eða hinna stærri kauptúna, eða út fyrir landsfjórð- unginn, mundi ráðningastofa verða athvarfið. Ætla má að í kaupstöðunum sé stundum eitthvert fólk er fara vilji í sveit, að minsta kosti í kaupavinnu, og þekki þó ekki þá staði, sem þar væru í boði. Þar kæmi ráðningastofa að haldi. Og þégar fólk vill ráðast í aðra landsfjórðunga til ársvistar eða um skemri tíma, eins og stundum er uro ungt fólk, laust og liðugt, þá getur það naumast orðið án einhverrar miiligöngu. Virðist þvi einfaldast, að i fjöl- mennasta stað hvers landsfjórðungs væri ein ráðninga- stofa, er gæti verið milliliður milli þeirra vinnuveitenda og verkamanna, er eigi ná beint hver til annars, hvort sem er innan fjórðungsins eða utan. Þörfin á fólki til ýmsra starfa getur verið mismunandi sama árið í ýmsum landsfjórðungum, eftir því hvernig árar ug framkvæmdum hagar á hverjum stað, og er þá eðlilegt að vinnukraftur- inn streymi þaðan sem þörfin er minni þangað sem hún er meiri. En til þess að þeir straumar verði ekki í blindni, er nauðsyn að vita sem nákvæmlegast um fram- boð og eftirspurn á vinnukrafti í hverjum landsfjórðungi samtímis. Þar kæmu ráðningastofurnar að liði. Samvinna við þær væri nú á timum tiltölulega hæg, þar sem símar ganga svo víða, að flestir gætu með litlum tilkostnaði náð simleiðis til fjórðungsstofu. En hér er svo sem ekki eingöugu um sveitamenn að ræða, heldur og um sjávar- útvegsmenn, er vantar menn á róðrarbáta, mótorbáta, togara eða önnur þilskip, eða fólk til fiskvinnu í landí. Þá eru og húsbændur í kaupstöðum og kauptúnum, er vantar hjú, og í raun og veru væri það eðlilegast að ráðningastofurnar réðu menn í hvaða atvinnu sem væri,.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.