Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 46

Skírnir - 01.04.1920, Page 46
124 Ráðningastofur. [Skírnir Alt niundi velta á því, hvaða stefnu húsbændur og yfir höfuð vinnuveitendur tækju í þessu raáli, hvort þeir alrnent vildu nota ráðningastofurnar, eða ekki. Gerura t. d. ráð fyrir, að meginþorri húsbænda hér í Reykjavík auglýsti, að þeir raundu ráða sér vinnukonur með aðstoð ráðninga- stofunnar hér og ekki hafa aðra útvegi. Þær stúlkur, sem ætluðu að ráðast i vist og ekki hefðu verið beðnar af öðrum, yrðu þá að snúa sér til ráðningastofunnar. Nú raundu liúsbændur vilja vita hvaða stúlkur það væru, sem um væri að velja á ráðningastofunni, og beinasti vegur fyrir hverja stúlku til að afla tryggilegrar skýrslu um það væri að snúa sér til fyrverandi húsbænda sinna með vinnu- bók og fá þá til að votta þar um frammistöðuna. Öllum þeim sem staðið hefðu vel í stöðu sinni, mundi vera það ljúft að eiga slik vottorð. Það væri bezta aðstoðin til að fá beztu vistirnar og bezta kaupið. Hinura, sem staðið hefðu ver í stöðu sinni, væri það auðvitað óljúfara. Þær mundu. því að iíkindum ekki vilja koma með neina vinnu- bók eða vottorð. Þær um það! En þeir sem réðu þær til sín mundu þá ekki bjóða eins góð kjör, því að þeir þættust kaupa köttinn i sekknum, og það að vilja engin skiliíki sýna, gæfi grun um að það sem í boði væri mundi ekki veia al beztu tegund. Þó mundu þessar stúlkur ganga út að lokum eins og hinar, af því að hér er ekla á vinnukonum. En reynslan kendi þeim, að bezta ráðið til að eiga næst um betri kosti að velja á vinnumarkað- inum væri að reynast nú vel og fá góðar einkunnir bjá þessum húsbændum sinum. Þetta fvrirkoraulag yrði því bæði til þess að hvetja til framfara og stuðla að því að hver skæri upp eins og hún hefði sáð, en það er réttlæti. — Líkt mundi verða um aðrar atvinnugreinir Þegar t. d. þeir sem ráða stúlkur i síldarvinnu gætu séð nákvæm- lega hvernig hver hefir reynst í hlutfalli við aðrar á sinni stöð, þá gengju þær fyrst út, sem beztar væri í þessu verki, því að þótt síldarvinnan sé ákvæðisvinna, þá mundi hver útgerðarmaður kjósa að hafa færri stúlkur og dug- legri, heldur en fleiri og ónýtari. Hann þyrfti því rninna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.