Skírnir - 01.04.1920, Blaðsíða 30
108 Elias Lönnrot og Kalevala. [Skírnir
hans og fyrirmyndar-frarakoma, eins og það hafði mótast
af óvenju göfugum anda hans. Hann var í hverri grein'
maður af andans aðal, sannarlegt mikilmenni. I honum
lítur finska þjóðin sjálfa sig, beztu eiginleika sína alla
sameinaða hjá einum manni. »Hann var sannur Finn-
lendingur, lifandi imynd finska þjóðernisins, sá höfuðbiskup
(patríarki) þjóðar sinnar, sem allir tímar geta lært af og
tekið sér til fyrirmyndar. Finska þjóðin hefir reist Lönn-
rot fagurt líkan af eiri; þó er það minnismerkið enn feg-
urra og fastara en eirinn, sem hann hefir sjálfur reist sér
með lífisínu og starfi i hjörtum þakklátra samlanda sinna*.
Sólarljóð úr Kalevala.
(Myrkravættir höfðn byrgt sól og mána inni i klettnm. Loks nrðu þær þó
hræddar og létu þau laus. Þá heilsar Wiiinamöinen þeim með þessu kvæði):
„Heill þér, máni, að mátt þú skina,
mátt nú ásýnd þina birta,
heill þér, gullinn heilladagur,
heiil þér sól, er rís nú aftur.
Máni, gnllinn gekstu úr bjargi,
glóey, fögur steigstu úr hamri,
eins og gullfugl hófstu á himin,
hækkaðir sem silfurdúfa.
Máttig hverjan morgin stiga
munt þú upp frá þessum degi,
hvert sinn, er þú hingað kemur,
heilsu góða munt þú færa,
hlaða munt þú eign á eignir,
önglum vorum bappdrátt i'lytja,
afla fingram vorum veiði.
Far með þrótti þinnar leiðar,
þinar brautir örugg farðu,
gjör þinn boga furðu fagran,
far til hvildar svo með aftni.“
Kalevala, öfversat af M. A. Castrén, Helsingfors 1841, bls. 155—I56i
(Tjugusjunde Runan).
Bjarni Jónsson frá Vogi islenzkaði