Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 19

Skírnir - 01.04.1920, Side 19
Skírnir] Elias Lönnrot og Kalevala. 97 tveggja landshluta er ófriður mikill og um þann ófrið er sagan sögð. Helztu söguhetjurnar eru annars vegar þeir þrír »svnir Kalevu« er byggja Kalevala: hinn spakvitri Vainamöinen, hinn léttúðgi Lemminkiiinen og hinn list- hagi Ilmarinen. Hins vegar kvenhetjan Louhi, drotning Pohjólalands, og dóttir hennar Pohjóla-mærin væna, sem synir Kalevu fella ástarhug til og keppa að ná í hvor eftir annan. Loks er að nefna hinn ólánssama Kullervó Kalervóson og meyna Ainó, sem bæði eru raunasálir sögunnar Kvæðabálkur þessi eins og Lönnrot hefir frá honum gengið til fullnustu, hefst með þvi að sagt er frá sköpun veraldar og fæðingu aðalsöguhetjunnar, sjáandans og söngv- arans ágæta Váinamöinens, frá upphafi jurta og dýralífs °g fyrstu tilraunum hetjunnar til að rækta jörðina og gera ®ór hana undirgefna (1—2). í næstu söngvunum segir frá Þvi er hin aldraða hetja leitar sér kvonfangs, en mærin Ainó vill ekki taka honum eða þýðast hann, þrátt fyrir stuðning ættmanna hennar, og fyrirfer sér i bylgjum hafs- ins í örvænting sinni, til þess að hún verði ekki neydd til að eiga. hann. Þvínæst er í 20 kvæðutn skýrt frá til- raunum hetjanna þriggja frá Kalevala til að festa sér þann ágæta kvenkost, Pohjólu-meyna, dóttur Louhi drotn- ingar Pohjólalands. Fyrst leggur Váinámöinen af stað til að freista gæfu sinnar, en verður sár í þrautum þeim, sem þonum er boðið að vinna til þess að geta fengið meyjar- innar. Þá fer hinn listhagi Ilmarinen af stað í sömu er- indum. Hann smíðar hina miklu töfravél Sampó, eins- konar kvörn, sem malar eiganda sínum gæfu og gengi, auð og allsnægtir, en það hefir Louhi gert að skilyrði fyrir giftingunni. Þegar vélin er fullger og afhent drotn- iögunni svikur hún öll sín loforð og Ilmarinen hverfur iómhentur heim aftur. En kvörnin verður eftir og malar nu Pohjólalandi auð og allsnægtir. Nú reynir þriðja hetj- an fyrir séri hinn léttúðgi Lemminkáinen, en förin mis- þepnast hrapallega. Þrautinni, sem honum er boðið að viQna, að skjóta svan einn á Tuonelaelfu í undirheimum, 7

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.