Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1920, Blaðsíða 19

Skírnir - 01.04.1920, Blaðsíða 19
Skírnir] Elias Lönnrot og Kalevala. 97 tveggja landshluta er ófriður mikill og um þann ófrið er sagan sögð. Helztu söguhetjurnar eru annars vegar þeir þrír »svnir Kalevu« er byggja Kalevala: hinn spakvitri Vainamöinen, hinn léttúðgi Lemminkiiinen og hinn list- hagi Ilmarinen. Hins vegar kvenhetjan Louhi, drotning Pohjólalands, og dóttir hennar Pohjóla-mærin væna, sem synir Kalevu fella ástarhug til og keppa að ná í hvor eftir annan. Loks er að nefna hinn ólánssama Kullervó Kalervóson og meyna Ainó, sem bæði eru raunasálir sögunnar Kvæðabálkur þessi eins og Lönnrot hefir frá honum gengið til fullnustu, hefst með þvi að sagt er frá sköpun veraldar og fæðingu aðalsöguhetjunnar, sjáandans og söngv- arans ágæta Váinamöinens, frá upphafi jurta og dýralífs °g fyrstu tilraunum hetjunnar til að rækta jörðina og gera ®ór hana undirgefna (1—2). í næstu söngvunum segir frá Þvi er hin aldraða hetja leitar sér kvonfangs, en mærin Ainó vill ekki taka honum eða þýðast hann, þrátt fyrir stuðning ættmanna hennar, og fyrirfer sér i bylgjum hafs- ins í örvænting sinni, til þess að hún verði ekki neydd til að eiga. hann. Þvínæst er í 20 kvæðutn skýrt frá til- raunum hetjanna þriggja frá Kalevala til að festa sér þann ágæta kvenkost, Pohjólu-meyna, dóttur Louhi drotn- ingar Pohjólalands. Fyrst leggur Váinámöinen af stað til að freista gæfu sinnar, en verður sár í þrautum þeim, sem þonum er boðið að vinna til þess að geta fengið meyjar- innar. Þá fer hinn listhagi Ilmarinen af stað í sömu er- indum. Hann smíðar hina miklu töfravél Sampó, eins- konar kvörn, sem malar eiganda sínum gæfu og gengi, auð og allsnægtir, en það hefir Louhi gert að skilyrði fyrir giftingunni. Þegar vélin er fullger og afhent drotn- iögunni svikur hún öll sín loforð og Ilmarinen hverfur iómhentur heim aftur. En kvörnin verður eftir og malar nu Pohjólalandi auð og allsnægtir. Nú reynir þriðja hetj- an fyrir séri hinn léttúðgi Lemminkáinen, en förin mis- þepnast hrapallega. Þrautinni, sem honum er boðið að viQna, að skjóta svan einn á Tuonelaelfu í undirheimum, 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.