Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 8
2 Kenning Bergsons uin trúarbrögðin. [Skírnir
um þjóðum, þá virðast þau undarlegt samsafn af röngum
skoðunum. hjátrú og hindurvitnum. Þau hafa jafnvel boði5
margt, sem vér nú teljum glæpi, og hjátrú lifir enn. Þetta
er því undarlegra þegar þess er gætt, að maðurinn er
gæddur skynseminni fremur en allar aðrar skepnur. Og
dýrin sýna engan vott þess, að þau hafi nein trúarbrögð,.
en ekkert mannfélag virðist hafa verið án trúarbragða.
Menn hafa reynt að skýra hindurvitni i trúarbrögðurm
frumstæðra þjóða með því að gera ráð fyrir, að hugsunar-
gáfa þeirra hafi verið frábrugðin vorri, og að vitið hafj
þróazt smám saman við að beita því. En það er ósannað,
að þær framfarir, sem einstaklingurinn tekur á æfiskeiðii
sínu í þessum efnum eða öðrum, gangi að erfðum og lík-
legra að hugsunargáfa mannkynsins hafi alla tíð verið söm
við sig, síðan það fyrst hófst á legg, og að munurinn á
hugsunaraðferðum fyrr og nú sé afleiðing af þeirri þekk-
ingu, sem mannkynið hefir safnað, og einstaklingarnir fá
nú hlutdeild í. Hvers eðlis eru þá þær hugmyndir, er vér
teljum hjátrú? Þær eru hugarburðir, sem hafa á sér veru-
leikablæ, eins konar skröksýnir, sem hafa áhrif á breytni
vora. Þær eru runnar af sömu rót og skáldsögur og sjón-
leikar, goðafræðin og fyrirrennarar hennar. En mannkyni5
hefir átt trúarbrögð áður en það eignaðist sagnaskáld og
sjónleikaskáld, og ef vér viljum skýra uppruna trúarbragð-
anna, þá verðum vér að gera oss ljóst, hvaða nauðsym
þau iullnægðu í lífi manna og mannfélaga. Og þar sem
hugsunargáfan og trúarbrögðin einmitt greina manninn
mest frá dýrunum, þá er eðlilegt að spyrja, hvort hæfi-
leikinn, sem trúarbrögðin eru sprottin af, hafi ekki komi5
fram um leið og hugsunargáfan, til þess að bæta úr sér-
stökum göllum, sem henni fylgdu.
Gerum ráð fyrir að hugsunargáfan hefði sérstakar hætt-
ur í för með sér, að það væri stundum hættulegt að beita
henni vægðarlaust, draga af reynslu sinni allar ályktanir,
sem af henni mætti leiða. Hvaða ráð var þá til að stöðva
hugsunina, áður en hún færi of langt, hvort sem hún var
nú rétt eða röng? Hið eina, sem hugsunin verður að beygja