Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 182
>176
Magnús Stephensen.
[Skírnir
Lítum snöggvast á öldina, sem fóstraði þessa menn,
'upplýsingaröldina. Mannúð og menntun, upplýsing, voru
einkunnarorð þessarar aldar. Víðsýni og frjálslyndi beztu
kostir hennar. Hún var líka borin uppi af afturkastinu frá
trúarbragðastyrjöldum 17. aldarinnar, galdrabrennunum og
svörtustu kúgun aðais, klerka og konungsvalds. Kjarni
hennar var hin nýja iðnaðar- og viðskiptaþróun, er smátt
og smátt og með rniklum erfiðismunum, strangri baráttu,
braut lýðræðinu og alþjóðaviðskiptunum veg. Þessi hreyfing
studdist í fyrstu við konungsvaldið, hið upplýsta einveldi,
og náði sér vel niðri í Danaveldi um og eftir miðja 18. öld.
Fram til þessa höfðu Danir yfirleitt lítt sinnt íslandi.
Konungurinn hafði haft þaðan tekjur nokkrar og fremur
þröngur hringur verzlunarmanna í Kaupmannahöfn leit svo
á, af gömlum vana, að þeim bæri að hafa einkarétt til þess
að hagnast á verzlun við þetta land, hagnast vel og ræki-
lega. En svo undarlega tókst til, að því lengur sem þetta
fyrirkomulag stóð, því minni varð ábatinn með hverju ári
sem leið, svo að segja. Og að lokum horfði tii þess, að
stjórnin sæti bótalaust uppi með þetta land síns herra
kóngsins. En á því landi vissu þeir góðu stjórnarherrar
lítil deili önnur en þau, að áður veiddist þar fiskur mikill,
og kvikfé var þar áður margt. En nú bjó þar þjóð, sem
á undarlegan hátt var orðin svo örsnauð og vesæl, að
helzt leit út fyrir, að hún myndi velta út af í hungri,
menntunarleysi og líklega trúarvingli. Mannúðin heimtaði,
að hér væri til hjálpar komið, og hin nýja, vísindalega
starfshyggja vísaði leiðina. Hér varð að koma á fót iðnaði,
fyrst og fremst ullariðnaði að nýtízku hætti, veiðarfæra-
gerð, skipasmíði, saltsuðu, brennisteinshreinsun. Kvikfjár-
ræktina varð að efla með nýtízku kynbótabúum og inn-
flutningi valinna kynbótastofna. Sjávarútvegurinn var úr-
eltur og honum varð aigerlega að breyta. Þilskip urðu að
koma í stað opinna smábáta, lóðir og net í stað haldfær-
is. Þá var jarðyrkjan ekki vanrækt. Túnasléttun, akuryrkja,
framræsla, girðingar, skógrækt og garðyrkja voru allt í einu
einna helztu umtalsefni á íslandi, og hafði slíkt þá naum-