Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 192
.186
Magnús Stephensen.
[Skírnir
nafnbætur, orður og þess háttar hégóma, sem menn eru
nú alveg hættir að vilja bera, nema þá einstaka menn, af
: skærri og hreinni föðurlandsást. Slíkt var á dögum Magn-
úsar Stephensen síður en svo hégómi, heldur ávísun á em-
bættisframa, völd, aukin laun og lífsþægindi, fyllilega þess
virði að togast á um og sækjast eftir. Allt hið ógurlega
•embættisvélabákn hrærðist eftir þessum kyngikrafti titla og
nafnbóta. Skráin um stöðu og nafnbætur mannsins var
einskonar leiðarbréf, þar sem á var skráð, ef ekki verð-
leikarnir sjálfs hans, þá verðleikar einhvers, sem á bak
við hann stóð. En hvort sem var bar þetta að skoða sem
trygging fyrir verðleikum,gáfum, lærdómi og dugnaði! Mönn-
um finnst nú, að það sé ómerkileg og óþjóðleg fordild að
kalla sig Konunglegrar Hátignar konferenzráð og virkilegt
jústitsráð, sitja um hvert færi til þess að minna á verk
sín próf og hæfileika, gefa nánar gætur að því, að manni sé
skipað til sætis í réttri vegtyllu og aldurs röð, vaka yfir
því, að enginn hlaupi yfir tröppu í mannvirðingastiganum,
svo að manni sé þar með misboðið. Og vitanlega, ef þörf
gerist, að vísa yfirtroðslumönnum á þann stað, sem þvi-
líkum hæfir, samkvæmt settum reglum. Á öld lýðræðisins
horfir þetta allt öðruvísi við. Nú eru það ekki prófstig,
starfsár, nafnbætur eða krossar, sem segja til um hæfileika
manna til embættisframa og mannvirðinga með þjóðinni,
fjár eða valda. Nú er það atkvæðatalan sem gildir. Nú
brosa menn að því, að einhver hafi fyrir 100 árum verið
stórlega meiddur af því, að yngri starfsmaður, með minna-
háttar nafnbót, var tekimn fram yfir hann í starfsveitingu.
En í raun og veru var það þó sama og ef nú væri tekinn
inn í bæjarstjórn, eða þing, maður, sem fallið hefði við
kosningarnar, og mun flestum stugga við þvílíkri fúlmennsku,
sem vonlegt er. Hér skal ekki dæmt um, hvort sé betra,
og ekki einu sinni, hvort sé gott. En ég get ekki stillt
mig um að benda á það, hversu hættulegt það er sálinni,
manngildinu, að búa við svo rík ytri form sem öld Magn-
úsar Stephensen bjó við. Því að skammt er á milli þess,
-að virða orðuna út af fyrir sig og virða manninn eftir