Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 180
174
Magnús Stephensen.
[Skírnir
hugsa um að framast af þessari ferð, jafnvel hættur að
sjá eftir því að náminu seinkaði, hættur að hugsa um
vanmátt sinn. Honum var því líkt innan brjósts sem værí
hann að bíða eftir einhverju óumflýjanlegu, óþekktu, lik-
legast illu. Einhverju, sem myndi umturna lífi hans, en átti
þó upptök sín utan við hann sjálfan. Allt var á reiki íyrir
honum. Hann var víst veikur, og til þess lágu nógar
ástæður. Farrýmið var hið vesælasta, aðbúnaður allur slæm-
ur. Hann svalt og horaðist. Og þar við bættist einlægur
hrakningur og sjóvolk, sífelldir stormar hvaðanæfa. Svo>
kom lífsháskinn, hinn augljósi og brýni. Hann kom eins
og síðasti dropinn í efnablöndu, sá dropinn, sem ólguna.
stillir að lokum og gerðinni ræður.
Og nú stóð hann og stýrði til hafnar. Hér var hon-
um allt kunnugt. Fyrstu kennimörk af landinu hafði hanrs
haft um morguninn um það bil er áttin breyttist og rofaðr
hriðina í bili: Skarðsheiði, Hafnarfjall. — Þarna var Leirár-
sveitin, heimkynni afa hans og móður, fæðingarstöðvar
sjálfs hans og fyrsta bernskuheimili. Hér var það, á Leirá,.
sem hann reyndi ársgamall á sínum fyrstu jólum að syngjæ
með fólkinu í kirkjunni: í dag eitt blessað barnið er. Sjálf-
ur var hann jólabarn, og á þessu friðsæla og ástríka
heimili átti enginn jafnmiklu ástríki að fagna og sjálfur
hann, kannske ekki minnst af hálfu móðurföður síns, gamla
mannsins með barnshjartað. Nú var þetta ofur fjarlægur
draumur. Var það mögulegt að hann hefði nokkru sinni
verið barn? Sjálf fjöllin voru ekki eldri en hann var
í dag.
Undarleg tilviljun. Frá því hættan vék frá þeim, frá
því hann tók við leiðsögunni voru leiðarmerkin öll gamlir
vinir, heimkynni sjálfs hans frá fyrstu æsku. Þarna voru>
Bessastaðir og Sviðholt, þar sem hann ólst upp til 17 ára
aldurs. Nú rifjaðist þetta allt upp á ný, en úr undarlegum
fjarska. Síðan voru víst hundrað ár — og nú var hann
tuttugu og eins, en hvað timinn var fljótur að líða! Allt:
var það ofur skemmtilegt, og að réttu lagi hefði nú átt
að vera sólskin og vor í lofti. — Hér varð að halda