Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 105
SkírnirJ
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
99
Á Suðurhafseyjum er almenningi bannað að ganga inn
í musteri guðanna. Á veikum mönnum hvílir bann, vegna
þess að þeir eru haldnir af öndum; ennfremur á framliðn-
um mönnum og legstöðum þeirra. Á þunguðum konum og
nýfæddum börnum hvílir einnig bann. Á sumum dýrum
hvílir og bann, af því að einhver limur þeirra er helgaður
guðunum.
Aftur á móti er allt það, sem tabú hvílir ekki á, nefnt
>:>nóa« á Suðurhafseyjum; en það þýðir: venjulegur, án
sambands við goðmögnin.3) Þetta trúarlega bann getur
verið með tvennum hætti, helgibann og vanhelgibann.
Helgibann hvílir á öllu því, sem er svo heilagt, að varnað
þarf að hafa á i umgengni og viðskiptum við það; en van-
helgibann hvílir á öllu því, sem er jafn-vanheilagt eða
saurugt að sínu leyti. Aftur á móti er það, sem hvorki er
svo heilagt né vanheilagt, að tabú hvili á því, nefnt nóa,
eins og fyrr segir.
Hjá flestum eða öllum frumstæðum þjóðum, sem vér
höfum annars nokkur kynni af, láta tabú-hugmyndir þessar
Weira eða minna til sín taka, þótt óvíða eða hvergi kveði
eins mikið að þeim og á Suðurhafseyjum.
Þótt þessi trú sé nú að mestu horfin hjá menningar-
þjóðum nútímans, hefir hún eigi að siður átt sér stað með
frumstæðum forfeðrum þeirra. Með germönskum þjóðum á
elztu tímum sést t. d. votta fyrir þessari trú. Rómverski
r>thöfundurinn Tacitus segir frá því, að gyðjan Nerthus var
svo heilög, að enginn mátti líta vagn hennar nema prest-
Ur sá, er þjónaði henni, og þrælar þeir, er gengu fyrir
vugninum; en þrælunum var síðan drekkt í hinu helga
vatni gyðjunnar, er þeir höfðu dregið vagninn. Eftir að
fanð hafði verið með líkneski hennar meðal fólksins, varð
3Ö þvo það og einnig fötin, er það var klætt í, og vagn-
lnn, er það var flutt á.4) í Eyrbyggju segir einnig, að
Helgafell var svo heilagt, að þangað mátti enginn óþveg-
'nn líta.
Tvö voru, og eru enn hjá villiþjóðum, aðal-hreinsunar-
nieðulin til þess að afmá vanhelgibann með, — einkum
7*