Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 162
156
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
rómverskri dagsetningu, en þetta vissu allir lærðir menn
og margir fleiri í þá daga. Hins vegar getur hér ekki ver~
ið um að tala nein sjálfstæð munnmæli, því að ef munn-
mæli hefðu einhvern tíma verið til, sem sögðu Ólaf kon-
ung fallinn á öðrum degi en Ólafsmessu, þá hefði kirkjan
á skömmum tíma bælt þau munnmæli niður, vegna þess
að þau komu í bága við kenningu hennar.
Þá segir Snorri Sturluson, að Ólafur helgi hafi fallið á
miðvikudegi. Árið 1030 bar 29. júlí einmitt upp á mið-
vikudag, en 31. ágúst upp á mánudag. Hansteen hefir
getið þess til, að vikudagurinn sé útreiknaður hjá Snorra^
Sumir, þar á meðal Landmark (bls. 54), vilja ekki fallast
á þetta. Samt álít ég það langsennilegast, að vikudagurinn-
sé reiknaður út annaðhvort af Snorra eða af einhverjum
klerkum á 12. eða 13. öld. Hver sem kynnir sér hin gömlu
íslenzku rímtöl, sem prentuð eru í Alfræði íslenzk II, mun
fljótt sannfærast um það, að hér á landi hafi mikil stund
verið lögð á rímfræði og ávallt hafi verið hér margir menn,.
sem það var leikur einn að reikna út, upp á hvern viku-
dag Ólafsmessu hina fyrri bar árið 1030. Og hér höfðtf
menn einnig gaman af að vita, hvern vikudag ýmsir við-
burðir hefðu orðið, sem mikið snerta kristna trú. Má því'
til sönnunar vísa til Blöndu (eða Rím I), í Alfræði II, bls.
41—46. Miðsaga Guðmundar Hólabiskups (9. kap.) sýnir
líka, að sá kennimaður hafði á hraðbergi, hvern dag viku
Kristur var fæddur. Það er því ekkert sennilegra en að'
þeir klerkar hér á landi, sem miklar mætur höfðu á Ólafi
helga, hafi tekið sig til og reiknað út, hvern dag vikunnar
sá dýrlingur hafi fallið á Stiklarstöðum, gangandi að þvi
gefnu, að hann hefði fallið Ólafsmessudag árið 1030.
Nokkru öðru máli er að gegna um þær heimildir fyrir
því, að Ólafur helgi hafi fallið á miðvikudegi, sem hafa
skakkt ártalið á dánarárinu, sbr. rit Landmarks, bls. 54—56.
Ef þessir höfundar hefðu viljað reikna út vikudaginn, hefðu
þeir auðvitað ekki fengið miðvikudag, nema þeir hefðu
reiknað rangt, og varla er hægt að gera ráð fyrir því. Þeir
hafa þess vegna ekki reiknað sjálfir út vikudaginn, heldur