Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 225
Skírnir]
Ritfregnir.
219
•einkum 1908), að kröfur fundarins hefði gengið fram af J. S.
„Aldrei finnst mér landar vorir hafa verið eins snarpir og í sum-
ar“, segir hann í hreinum aðdáunartón rétt eftir fundinn, í bréfi til
Eiríks Magnússonar. Sýnir höf. einnig fram á, að frásögn „Vík-
verja“ af fundinum sé mjög einhliða, varúðarverö og villandi. Sjálf
„fundargerðin“ var aldrei prentuð nema upphafið (í ,,Þjóðólfi“).
Var hún í vörzlum forseta fundarins, Jóns Guðmundssonar, en hefir
síðan ekki komið fram. Mmidi eigi vera mega, að hún væri þó enn
til og leyndist með einhverjum skjölum, t. d. hjá einhverjum niðja J.
G. ? — Því næst segir frá alþingi 1873, sem var eitt ið merkilegasta
_þar sem það samþykkti stjórnarskrárfrumvarp um jarlsstjórn með
ábyrgð gagnvart alþingi, samkvæmt áskorun Þingvallafundar. Jafn-
framt var samþykkt varatillaga til konungs um að gefa Islandi
stjómarskrá á komanda ári (1874), og vóru sérstaklega tek'n fram
skilyrði í fjórum greinum. I samræmi við þessar kröfur og skilyrði
var síðan háð baráttan um endurskoðun stjórnarskrárinnar undir for-
ustu Benedikts sýslumanns Sveinssonar, er því var beint sögulegt og
rökrétt framhaldl innar eldri baráttu. Er uú skýrt frá stjórnarskránni
1874 og ritgerð J. S. um hana, er birtist í Andvara sama ár. Var
•öðm nær, en J. S. vildi láta hér við lenda, heldur var hugur hans
.jafnstálharður sem áður að halda fram sókninni. Ivomu og fljótt
fram veilur og vanefndir á stjómarskránni, einkum í því höfuð-
atriði, að engar efndir urðu um „sérstakan ráðgjafa“ Islands, held-
ur starf hans fengið dómsmálaráðherra Dana og Islandsmál þar með
dregin undir ríkisráðið danska. Um þetta bar B. Sv. fram fyrirspurn
þegar á alþingi 1875 og varð fátt um andsvör. Risu af slíkum svik-
um langar deilur og tekur J. S. ómjúkt á í síðustu stjórnmálarit-
gerðum sínum og Sigurður Jónsson systursonur hans, er reit merka
grein í Andvara 1877 undir handarjaðri og að ráði frænda síns. —
Sagt er greinilega frá þjóðhátíðarhöldum 1874. Eru því næst rakin
afskifti J. S. af ýmsum merkilegum umbótum og verzlunarsamtökum
á því árabili, er bindið tekur yfir, frá stofnun Þjóðvinafélagsins, er
J. S. var framkvöðull að (1871), um störf hans fyrir félagið og önn-
ur ritverk hans á þeim áram. Þá segir að öðru leyti frá högum J. S.
in síðustu æviár hans og loks frá ævilokum hans, útför og eftirmæl-
um. Enn er yfirlit um þjóðhagi og síðan niðurlags-orð.
Skrá yfir öll mannanöfn og efni alls verksins fylgir síðasta
bindi. Eru slíkar skrár nauðsynlegar við svo umfangsmikil ritverk
'Og verður það fyrir þær sakir all-greiðsótt handbók þeim, er leita
vilja einstakra manna, mála eða atburða, sem ritið getur um.
Loks reka lestina fáeinar athugasemdir og eftirmáli.
Hér hefir nú verið drepið á höfuðefni ritsins, en þó mjög ófull-
komið, því að fátt verður sagt á hálfri blaðsíðu eða svo um efni
bókar, sem er 400—500 síður. Kennir svo margra grasa í ritinu, að