Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 164
158 Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn. [Skirnir
þn er þessi athöfn (translatio) fór fram, festum inventio sancti
Stephani protomartiris, en þessi dagur er 3. ágúst, svo
að það kemur heim, að hann sé 5 dögum eftir 29. júlí.
Það mætti nú halda, að þetta væri mikil og merkileg stað-
festing á því, að Stiklarstaðaorustan hefði verið háð 29.
júlí, en í rauninni er það alls ekki, heldur kemur hér fram
það, sem flestir eða allir klerkar í þá daga vissu og auk
þess fjöldi leikra manna, að Ólafsmessa síðari var 5 dög-
um síðar en Ólafsmessa fyrri. Fyrir nokkrum árum leit ég
yfir allmörg gömul Calendaria í Árnasafninu í Kaupmanna-
höfn, og eftir þeim minnisgreinum, sem ég ritaði þá upp,
var Ólafsmessu síðari getið í öllum þeim dagatölum, sem
höfðu Ólafsmessu fyrri. Það hefir því verið hægurinn hjá
að sjá, hve margir dagar vora á milli þessara messudaga
Ólafs helga. Af helgihaldsgreinum Grágásar má sjá, að það
var almenn venja fyrrum hér á landi að tiltaka, hve marg-
ir dagar væri á milli hátiða eða helgidaga, þar sem vér
nú þess í stað tiltökum mánaðardaga hátíðanna. Það mundi
hafa verið talin óafsakanleg vankunnátta hjá söguritara á
12. og 13. öld, ef hann hefði farið rangt með það, hve
mörgum dögum eftir Ólafsmessu fyrri hin síðari Ólafs-
messa var.
Þessi þrjú atriði: dagsetningin (iv. kal. Augusti), viku-
dagurinn (miðvikudagur) og translatio (ári og 5 dögum:
eftir fall Ólafs konungs), sanna því að mínum dómi ekk-
ert um það, hvern mánaðardag Stiklarstaðaorustan stóð,
heldur eru þau aðeins vottur þess, að þeir, sem frá þessu
hafa skýrt og fyrst fært í letur á 12. og 13. öld, hafi verið
þess fullvissir, að Ólafsmessa fyrri hafi verið sett þann
mánaðardag, er konungurinn féll. En það, sem nú er um
að ræða, er það, hvort þessi skoðun þeirra sé rétt, og
hvort eigi geti verið, að Ólafsmessa hafi verið sett á ann-
an mánaðardag en vera átti.
Þó að það væri i sjálfu sér eigi alveg óhugsandi, að
Ólafsmessa hefði í upphafi verið sett niður á annan merkis-
dag í lifi Ólafs konungs, þá eru samt svo litlar líkur fyrir
þvi, að hér verður eigi gert ráð fyrir slíku, enda ekkert í'