Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 101
Skírnir]
List, iðja, listiðnaður.
95 -
Ef til vill verður leiriðnaðurinn einn af okkar mestu
framtíðarmöguleikum, því að hann grípur ínn á öll1
hugsanleg svið lista og iðnaðar. Ef við, sem byggjum
trjálaust land og fátækt af steintegundum til bygginga,
getum ekki skilið þetta, þá verður okkur ekki við hjálpað.
Það er hægt að vinna í landinu verðmæta skraut-
muni úr leir og postulíni og jafnvel kristalli. Borðbúnað,
jurtapotta allskonar, pípur fyrir framræslu, flísar, þakhellur
°g tígulsteina.
Þá getum við unnið litarefni og málningu ur jarðlitum.
Hagnýtt líparit og »granophyr« til myndhöggvaraverka,.
skreytingar á húsum og torgum. Úr skinni vinnum við ýms-
ar nytsemdarvörur og skrautmuni. Bókband og vefnaður
þyrfti að fá persónulegri blæ heldur en nú má sjá.
víðast.
Þeir, sem smíða gull, tré og járn, þurfa að fá fjöl-
þættari verkefni. Það er leiðinlegt að sjá allt af sömu'
víravirkisrósirnar og gjáandi aska, sem hvergi nærri jafn-
ast við einföld gömul grautarílát. Ýmsir afbragðshlutir,
sem smíðaðir hafa verið nú á síðari árum úr tré,.
járni og dýrum málmum, sýna hvað við eigum marga.
listhneigða smiði, en ég hygg, að þeir hafi flestir við-
sömu vandræðin að etja. Vinna þeirra og hæfileikar eru
metnir á mælikvarða erlendrar tylftariðju og oft eru beztu
hlutirnir óseljanlegir, enda þótt verðið sé ekki í neinu
sanngjörnu samræmi við gæði smíðisgripanna.
Fyrsta sporið til að efla samvinnu listamanna og iðn-
aðarfyrirtækja er öflug listiðnaðarvakning með vönduðu
nútímasniði; annað atriði er að taka fyrir aðstreymi rusl-
varnings með harðri hendi. Ýmsir bjuggust við að inn-
flutningstakmarkanir, sem nú gilda, myndu hjálpa til þess,.
en það er öðru nær.
Það er ekki nóg að eiga mikla sægarpa og bænda-
val, lifsmöguleikarnir þurfa að verða fjölþættari og ekki
einskorðaðir við að afla matar. Það er skylda okkar, semt
hvorki viljum berjast við stórsjó, eða. hniðarveður á heið-