Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 19
: Skírnir]
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
13
:gefa þessum náttúruöndum eða vættum meira eða minna
mannlegan svip. Trúin á náttúruanda hefir frá öndverðu
verið mikili þáttur í trú alþýðunnar með ýmsum þjóðum,
og ýmsir guðir eru þaðan komnir. Hestía hjá Grikkjum,
Vesta hjá Rómverjum er upphaflega persónugerving hins
vermandi arinelds.
Eitt hið undarlegasta í trúarbrögðunum er dýrkun dýra,
og þó hélzt hún alla tið í öðru eins menningarríki og
Egiptalandi hinu forna. Og þegar guðirnir tóku á sig manns-
mynd, voru þeir stundum myndaðir með dýrahöfðum. En
það er skiljanlegt, að menn dáðust að dýrunum, meðan
mannvitið var ekki búið að sýna alla yfirburði sína. Dýrin
eru örugg og slyng í athöfnum sínum og geta virzt skara
fram úr mönnum í ýmsu. Jafnvel þögn þeirra gat virzt
koma af þótta, að þau þættust ofgóð til að tala við menn-
ina. í Egiptalandi var nautið ímynd aflsins, ljónið eyðilegg-
ingarinnar, gammurinn móðurástarinnar, og dýrin voru ein-
mitt hæfari en menn til að vera ímyndir sérstakra eigin-
ieika, af því að dýr. sömu tegundar eru miklu líkari sín í
■milli í flestra augum en mennirnir.
Andar geta smámsaman hafizt í guðatölu, og þó er
munurinn mikill. Guðinn er persóna. Hann hefir sína eigin-
leika, sína bresti, sitt skaplyndi. Hann hefir nafn. Hann
hefir sérstaka afstöðu til annara guða. Hann hefir sín sér-
stöku hlutverk, sem hann er einn um. Hins vegar er fjöldi
anda víðsvegar, er hafa sama hlutverk að vinna og hafa
ekki sérnöfn, heldur samheiti. Trúin á þessa anda hverfur
ekki, þó að guðirnir komi til sögunnar, og guðirnir eru
einkum dýrkaðir af þeim, sem standa á hærra menningar-
stigi.
Hugmyndirnar um hvern einstakan guð breytast á ýmsa
vegu með tímanum. Stundum renna ýmsir guðir saman í
einn og hann fær þá mörg viðurnefni, eftir því hvaða hlut-
verk hver þessara guða, sem hann er af runninn, hefir haft.
Milli guðanna er verkaskifting. Hún var mjög nákvæm í
trú Rómverja. Aðalguðir Grikkja skifta hins vegar heimin-
tum milli sín. Seifur var guð himins og jarðar, Poseidon