Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 161
Skírnir] Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn. 155
þeim til konungs Harald Sigurðsson, hálfbróður Ólafs helga.
En er báðum þeim tilboðum var hafnað, lét hann hefja
atlöguna. Vafalaust hefir Snorri þekkt þessa sögn, en ekki
viljað taka hana upp í sögu sína, af því að hann áleit
hitt sannara. Þar af ætti að mega álykta, að hann hafi
talið heimildina að sinni sögu góða, og óhugsandi að hann
hafi farið að búa söguna til úr eintómum vafasömum lik-
um, þar sem hann hafði fyrir sér aðra titaða sögu. Sum-
ir kunna að láta sér detta í hug, að Snorri hafi soðið
sögu sína um þetta atriði upp úr sögninni um náttmyrkrið,
sem átti að gera enda á Dagshríð, svo sem Flateyjarbók
greinir frá og áður hefir verið getið. Mér þykir þetta of
ósennilegt til þess að byggja nokkuð á því.
Þegar ég lít yfir það, sem hér hefir verið sagt, þá
virðist mér torvelt að verjast þeirri ályktun, að Snorri hafi
haft fyrir sér fleiri heimildir um myrkrið eða myrkvann á
Stiklarstöðum en vísu Sigvats, sem hann vísar til og til-
greinir, og þá styrkir það sögu Sigvats ekki lítið, nema
svo skyldi vera, að frumheimild þess væri önnur vísa eftir
Sigvat, sem ekki væri til nú.
En hvað um það, þá er sú vísa Sigvats, sem til er,
svo veigamikið sönnunargagn fyrir því, að myrkvi hafi
orðið á Stiklarstöðum, er orustan var háð þar, að ég get
varla ætlað annað en að allir myndu skoða hana algerlega
■óyggjandi, ef orustan hefði ekki verið dagsett og sú dag-
setning komið í bága við myrkvann.
Eftir er þá að athuga, hvort dagsetningin sé svo áreið-
anleg, að sagnirnar um myrkvann verði að þoka fyrir
henni.
Af þeim stoðum, sem undir það renna, að dagsetning-
in sé rétt, vil ég fyrst minnast á dagsetninguna sjálfa:
iv. kal. Augusti. Á þeim tímum, er sögurnar um Ólaf helga
voru færðar i letur, var það kenning hinnar kaþólsku kirkju
og almenn skoðun manna, að Ólafur konungur hefði fallið
sama mánaðardag og Ólafsmessa (hin fyrri) var haldin.
Dagsetningin segir í rauninni eigi annað en að Ólafsmessa
hin fyrri hafi verið haldin 29. júlí eða iv. kal. Augusti eftir