Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 139
Skírnir]
Arabisk menningaráhrif.
133
lifið beint sérstakri athygli að þessu atriði í þróun réttar-
ins í lagaritum sínum.
í arabiska víxilréttinum finnast þegar þeir þrír aðilar,
sem einnig eru vel þekktir í okkar víxilrétti: útgefandi, á
arabisku muhil, viðtakandi, arab. muhtdl, og samþykkjandi,
arab. muhtdl ’alaihi. Til þess að samþykkjandi gerist skuld-
bundinn að borga víxilinn, krefst samþykki hans (á arab-
isku kubul), og að því gefnu hefir hann leyst (á arabisku
bara ’a) útgefanda, muhil, frá skuldbindingu hans.
Þótt nú sjálft orðið víxill sé ekki upprunalega arab-
iskt, þá eru samt miklar líkur til, að italska orðið »cambio«
(þ. e. víxill, breyting) sé hrein og bein þýðing af arabiska
orðinu hawala, sem merkir »breyting frá einu ástandinu í
annað«, eða i réttarmálinu samningur, sem miðar að því
að yfirfæra skuldbindingu frá einum manni til annars.
Austrænu vörunum fylgdu einnig orð fyrir þunga þeirra
og mál. ítalskan, spánskan og frakkneskan hafa mörg þess
konar orð, sem arabisk eru að uppruna. Af þessum orðum
má hér aðeins nefna tvö, sem einnig í þeirri sérstöku
merkingu eru til í íslenzku, vegna þess að slík iðnheiti
eru oftast nær vandþýdd. Annað orðið er »karat«, á arab-
isku qirat, sem í flestum Norðurálfumálum merkir skírleik
gullsins, og hitt er »rís«, 20 bækur pappírs, á arabisku
rizma, orð, sem einnig í þeirri merkingu hefir fengið borg-
ararétt í Norðurálfumálunum.
Áður en við yfirgefum Feneyja-höfn ber að nefna
tvennt. Nú kemur skip í höfn vegna sjótjóns, þá er talað
um »avaria«, »havari«, á arabisku ’awwdr, þ. e. skemmdir
á skipi eða farmi. Þá leggst skipið við »arsenal«, á arab-
isku as-sind’t, þ. e. verksmiðja, skipasmíðastöð, og sé skipið
skemmt í botninum, verður ef til vill nauðsynlegt að þétta
það, þ. e. að »kalfatra«, á ítölsku »calafatare«, á arabisku
qallafa, að hempa það í fellingunum.
Að lokum kveðjum við æðstráðanda hafnarinnar, að-
mírálinn, sem kurteislega notar stærsta »kaliber«, hlaup-
vidd, af fallbyssum sínum til þess að bera okkur skot-