Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 23
Skirnir] Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 17
næm sál fann þar form fyrir það, sem í henni bjó. Léleg-
"ur kennari skilur ef til vill ekki hvað felst í sumum kenn-
ingum mikilla manna, er hann fer með, og getur þó stund-
■um með þessari andlausu kennslu orðið til þess að vekja
einhvern nemanda sinna til þeirrar köllunar, er hann hafði
•ekki sjálfur fengið.
Dulspekin hefir komið fram í ýmsum trúarbrögðum,
•en fullkomnun hefir hún að dómi Bergsons aðeins náð
Ihjá hinum miklu dulspekingum kristninnar. Voldugur líf-
straumur hefir hrifið þá með sér, lífsþróttur þeirra hefir
magnazt og þar með losnað úr læðingi frábær orka, þor
og þróttur skilnings og framkvæmdar. Hugsum um það,
hvað Páll postuli, heilög Teresa, heilög Katrin frá Siena,
'heilagur Frans frá Assisi, Jeanne d’Arc og ýsmir aðrir hafa
afrekað. Flestar af framkvæmdum þeirra voru í þarfir kristn-
innar, en dæmi Jeanne d’Arc nægir til að sýna, að þessi
stefna andans getur líka beinzt að öðrum framkvæmdum.
Undarlegt kann það að virðast, að menn hafa oft
þótzt finna andlega vanheilsu hjá slíkum mönnum. En það
er af því að ástand þeirra hefir oft í byrjun verið frá-
brugðið annara heilbrigðra manna. Þeir hafa séð sýnir,
fallið í dá o. s. frv., líkt og stundum á sér stað um geð-
veika menn, og oft getur verið erfitt úr að skera, hvað
telja má heilbrigt í þeim efnum. En þetta óstöðuga jafn-
vægi hefir verið aðdragandi og undirbúningur æðra jafn-
vægis, sem ekki næst stundum nema með miklu andlegu
umróti. En æðsta andleg heilbrigði er auðþekkt. Hún birt-
ist í starfsgleði, hæfileika til að haga sér eftir atvikum,
festu og lægni í senn, spámannlegri gáfu til að sjá hvað
er gerlegt og hvað ógerlegt, og einfaldleik, er vinnur bug
á flækjum. Slíkt köllum vér heilbrigða skynsemi á hæsta
stigi. Og þeir menn, sem hér ræðir um, hafa verið sönn
ímynd hennar.
En látum nú Bergson sjálfan lýsa ástandi slíks dul-
spekings og sambandi hans við guð:
»Djúp sálarinnar bifast af straumnum, sem hrífur hana,
Jiún hættir að snúast um sjálfa sig, losnar augnablik und-
2