Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 80
'74 Sýslumannaæfirnar og íslenzk ættvísi. |Skírnir
við útkomu hins mikla og sannkallaða höfuðrits á sviði
íslenzkrar ættvísi og persónusagnfræði, sem vér eigum þar
sem eru Sýslumannaœfir Boga Benediktssonar, sem þessar
hugleiðingar mínar áttu sérstaklega að vera helgaðar, þótt
inngangurinn hafi orðið í lengra lagi.
Það má nú vel vera, að einhverjum kunni að þykja
hugleiðingar út af því efni nokkuð síðbornar, þar sem lið-
in er meira en hálf öld síðan er byrjað var að gefa Sýslu-
mannaæfirnar út og átján ár síðan er lokið var útgáfu síð-
asta (fjórða) bindisins. En þar sem ritverk eins og þetta
verður ekki fullgert talið fyr en fengið er »registur« fyrir
allt verkið, þá verða þessar hugleiðingar mínar ekki með
réttu taldar að koma eftir dúk og disk, því að registrið
var ekki fullprentað fyr en á næstliðnu hausti eða 51 ári
• eftir að fyrsta hefti ritsins kom fyrir almennings sjónir.
Meðan registrið var ókomið var notagildi ritverks þessa
ærið takmarkað og allmiklum erfiðleikum bundið að átta
sig til fulls á því, hvílíka gullnámu ættarsögulegs og per-
sónusögulegs fróðleiks vér eigum, þar sem Sýslumannaæf-
irnar eru. En hafi menn ekki rennt grun í þetta fyrri, þá
iætur registrið þá ganga úr skugga um þetta. Því að reg-
istrið eitt út af fyrir sig er 36 arkir eða 566 blaðsíður tví-
dálka, prentaðar með smáletri. Eftir þvi ættu Sýslumanna-
æfirnar að gefa upplýsingar um nálega 40 þúsund persónur,
og getur hver maður séð, að það er ekkert smáræði. Mér
var það ávallt gleðistund, er mér barst nýtt hefti þessa
ritverks meðan á útkomu þess stóð. En þó er mér geði
næst að ætla, að gleði mín yfir útkomu registursins hafi
verið engu minni, svo oft hafði ég saknað þess og svo
lengi þráð það. Og svo mun vissulega vera um fleiri. Með
registrinu, svo vel sem til þess hefir verið vandað, er öll-
um, sem ánægju hafa af þess konar riti, seldur í hendur
iykill, sem gerir ritverkið sjálft margfalt aðgengilegra og
handhægara en áður, og meira að segja gerir það að eins
konar »handbók í íslenzkri ættvísi«.
Að ég nú læt Sýslumannaæfirnar verða mér að sér-
.stöku hugleiðingaefni, stendur fyrst og fremst í sambandi