Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 44
38
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skírnir
ur aukinn að atorku fyrir slík fjarhrif, að hann sé orðinn annar
maður en áður — að öll störf séu nú leikur, þau er áður
voru ýmsum örðugleikum bundin. Honum vaknar ný og
ókunn gleði, nýtt og óþekkt lífsfjör. Og á þetta jafnt við
þá er um karl og konu er að ræða. Sjaldan líður þá á
löngu, áður menn geri sér grein fyrir því að þessi nýja
og óþekkta tilfinning sé háð annari persónu — uakin af
henni og tengd við hana. Og þá er svo komið, að kennd
þessi, ástin, er orðin oss meðvituð. Og er það alkunnugt, að
tími sá, er líður, frá því fjarhrif magna byrja, og þangað
til þau eru búin að ná fullum tökum, er mjög mislangur.
Alkunnugt er það frá öðrum líkamskerfum, að því
greiðlegar sem störf eða lífstörf ganga fyrir sig, því meira
yndi og ánægja er að störfunum, og því meiri þróttur og
lífsfjör vaknar í vitund manna, ef um sjálf lífstörfin er að
ræða. En á hinn bóginn stafar þunglyndi, drungi og dauf-
lyndi oft og einatt af því einu, að lífstörf líkamans ganga
treglega fyrir einhverja ágalla á sjálfri efnaskipan eða
efnabreyting innan vébanda likamans.
Eigi er það síður kunnugt, eins og þegar er tekið
fram, að engri kennd fgigir jafnmikil aukin iifsgleði og
sjálfri ástinni. Hefir þó enginn enn, svo ég viti, gert sér
eða öðrum ljósa grein fyrir því fyr, hversu slíkt mætti
verða á eðlilegan hátt. Það eitt vita menn og eru sam-
mála um, að sú hin altæka kennd, sem ást er nefnd, sé
við eina persónu bundin, og vakin fyrir áhrif frá henni.
— En af þessu leiðir það, að flestum verður að ætla, að
öll sú andræna orka, allar þær sálrænu kenndir, er vakna
í þeim fyrir ástvirkjan frá einhverjum, séu raunverulega
til i þeirri persónu, sem ástvirkjanin stafar frá. En af þessu
leiðir eðlilega oft og einatt ofmat á þessari persónu. Get-
ur svo ofmat þetta síðar orðið að undirmati, ef ást-
virkjanin dofnar fyrir einhverjar orsakir. En víst er um
það, að tvær persónur, sem eiga því láni að fagna, að
ástvirkja hvor aðra, án ósamræmis, verða báðar at meiri
en áður.
En það liggur i augum uppi, að þvi fleiri þroskuð