Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 183
Skírnir]
Magnús Stephensen.
177
ast heyrzt nefnt manna á meðal í nærri hundrað ár, frá
því kynjamaðurinn Vísi-Gísli var upp á sitt bezta. Allir
vita, hvernig áform þessi heppnuðust, eða réttara sagt
heppnuðust ekki. Samt sem áður ollu þau gróanda í lífi
þjóðarinnar, gróanda í hugum manna. Þeir eygðu fram-
undan nýja möguleika. Landið bjó yfir miklum náttúrugæð-
um. Þessi gæði átti nú að hagnýta, með hjálp nýrrar þekk-
ingar, nýrrar tækni. Og menn þessarar nýju aldar uxu af
hugsjónum hennar, uxu af viðleitninni til þess að koma
þessum hugsjónum í framkvæmd, uxu af því af fórna fé
og starfi, þar sem þeim sýndist við liggja heill landsins og
þjóðarinnar. Það mátti einu gilda, þótt allt þetta misheppn-
aðist að meira eða minna hlut, það sem einu sinni komst
þó svo á rekspölinn, að ekki sæti við tómar bollalegging-
arnar. Því að svo er lífið mannanna dutlungafullt, að á
sumum tímum endast manni bollaleggingar, eða þá meira
og minna misheppnaðar tilraunir til framkvæmda, til uppi-
veranda orðstírs með komandi kynslóðum, þar sem aftur
á móti röksamleg framkvæmd hinnar sömu hugmyndar
'hrekkur á öðrum tíma naumlega til þess að greiða vexti
og afborganir af lánum til fyrirtækisins, og kannske dálítil
forstjóralaun handa brautryðjandanum. En svo verður líka
ekkert eftir til þess að gera nafn þess ágæta manns ódauð-
legt. — Manni verður hugsað til »innréttinganna« og æfin-
týramannsins Skúla Magnússonar. Því gleymast þær ekki,
ng hann líka, eins og önnur gjaldþrota fyrirtæki og aðrir
menn, setn verða peningalausir og fara á höfuðið? Hver
:getur verið skýring þessa önnur en sú, að þegar til alls
kemur er fyrst og fremst spurt um menn, ekki afköst, per-
sónuþroska af starfi og ekki starfið sjálft. Og skyldi þessi
skýring ekki eiga við um alla viðreisnarmennina á síðara
hluta 18. aldar? Hún á að visu við um Magnús Stephensen.
V.
Með Móðuharðindunum skiptir alveg um geðblæ í ís-
ilenzku þjóðlífi um nærri 50 ára skeið. Enginn maður hygg-
air framar á stórfelldar og margháttaðar nýjungar í atvinnu-
12