Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 87
•Skirnir] Sýslumannaæfirnar og íslenzk ættvísi. 81
■óska þess, að dr. Hannes hefði endurbætt með viðaukum
sjálfar æfisögurnar í þeim hluta ritsins, sem hann hefir
;gefið út, því að gera má ráð íyrir, að þær standi í mörgu
tilliti tii bóta og að rannsóknir ýmissa heimilda, sem Bogi
•átti ekki aðgang að, hafi leitt í ljós ýmislegt varðandi æfi-
■ferii og athafnir sýslumanna, sem Boga var ókunnugt um,
en gera vafasamt ýmislegt, sem þar er haldið fram. En þá
hefði orðið að endursemja æfisögurnar, sem vitanlega var
ógerningur þar sem búið var að prenta allt að lh hluta
Titsins, auk þess sem það hefði ekki getað komið til greina
•eftir fyrirkomulagi ritsins, eins og útgefandinn hefir sjálfur
tekið fram í eftirmála síðasta bindisins. í sjálfu sér skiptir
þetta ekki heldur miklu máli. Því að þótt æfisögurnar eins
°g Bogi hefir gengið frá þeim geti orðið góð leiðbeining
fyrir þá, sem síðar rannsaka þetta efni nánar, þá mun
Teyndin verða sú, er tímar líða fram, að aðallega verði
leitað til Sýslumannaæfanna, ekki svo mjög vegna æfi-
sagnanna sem vegna ættartalnanna, og meira að segja fyrst
og fremst vegna þeirra.
Þess væri mikillega óskandi, að útgefanda Sýslumanna-
•®fanna yrði að von sinni um ritverk þetta, að það mætti
verða til þess að glæða áhuga manna á íslenzkri ættvísi
'°g persónusögu og hvetja menn til meiri og almennari
ræktarsemi við þessar sérgreinar íslenzkrar sagnfræði. Ég
veit ekkert rit, sem betur sé til þess fallið en Sýslumanna-
•sefirnar í þeirri mynd, sem vér eigum þær nú, frá hendi
hr. Hannesar Þorsteinssonar. — Það má vel vera, að dr.
Hannes beri ekki i lifanda lífi skyldar þakkir úr býtum fyrir
■starf sitt að útgáfu og endurbótum þessa ritverks, sem
hann hefir varið svo mörgum stundum æfi sinnar til, og
ollan áhuga sinn á að leysa það sem bezt af hendi. En
það er trúa mín, að hans verði á ókominni tíð oft minnst
oieð þakklátum huga af öllum unnendum þjóðarsögu vorrar
fyrir það, sem hann hefir Iagt að mörkum, til þess að rit
þetta kæmi að sem mestum notum.
(
6