Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 81
Skimir] Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvísi. 75
við þá staðreynd, að mér hefir lengi þótt verulega vænt
um ritverk þetta fyrir þær ánægjustundir, sem það hefir
veitt mér, og allan þann sögulega fróðleik, sem það hefir
flutt mér um dagana, og ánægjustundirnar verða ekki færri
nú eftir að registrið hefir »fullkomnað verkið«. Mér finnst
ég því vera í mikilli þakkarskuld við ritverk þetta, við
höfunda þess og síðast en ekki sízt við Hið íslenzka bók-
menntafélag, sem vér eigum þakkir að gjalda fyrir það, að vér
nú eigum aðra eins handbók að grípa til, nálega hvenær sem
oss langar til að fræðast um ætt og uppruna einhvers góðs
íslendings. Vér erum að vísu í þakkarskuld við Bókmennta-
félagið fyrir margt, sem aldrei hefði komið fyrir almennings
sjónir, ef það hefði ekki tekið það á sína arma og lagt það
fram fyrir almenning. Þegar ég hugsa til þess, sem íslenzk-
ar bókmenntir eiga þessu félagi upp að unna, þá finnst
mér það ganga hneisu næst, að tala félagsmanna skuli
ekki vera minnst fjórum sinnum hærri en hún er. En eitt
þeirra rita, sem alþjóð ætti að vera Bókmenntafélaginu
;hvað þakklátust fyrit, tel ég óhikað Sýslumannaæfirnar.
í annan stað hefir mér fundizt þetta höfuðrit hafa ver-
ið látið liggja í þagnargildi í blöðum vorum og tímaritum
langt fram yfir það, sem góðu hófi gegnir og tök eru á
að verja. Hér er þó að ræða um ritverk, sem telja má
einstætt í sinni röð ekki aðeins í bókmenntum vorum,
heldur og í bó'kmenntum Norðurlanda yfirleitt, og með
sanni má telja oss öfundsverða af að eiga, sökum þess
fróðleiks, sem það hefir að geyma, og þess stuðnings, sem
þar er á boðstólum öllum þeim, er ánægju hafa af því að
fást við þjóðlega persónusögu.
Þögnin, sem ríkt hefir um Sýslumannaæfirnar lengst af
síðan er fyrst var farið að gefa þær út, á sér að sjálfsögðu
ákveðnar orsakir. Mætti ef til vill í fyrstu röð nefna sem
eina orsök þagnarinnar, hve lengi þær hafa verið á leið-
inni, og hve oft vildi verða hlé á útkomu heftanna vegna
fjárhagserfiðleika, sem vort mæta og merka Bókmenntafé-
lag átti við að stríða. En þau hafa einatt orðið forlög rit-
werka, sem lengi voru á leiðinni eða jafnvel voru látin