Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 226
220
Ritfregnir.
[Skírnir
seint væri upp að telja til klítar. Skal aðeins vikið að því til árétt-
ingar, að ritið flytur skilagóðar frásagnir um öil þau félög og stofn-
anir, sem J. S. veitti forstöðu eða starfaSi fyrir, svo sem. Forn-
fræðafélagið, Bókmenntafélagið og Þjóðvinafélagið, er iiann var
frumkvöðull að; eins um alla vísindastarfsemi hans, útgáfur og rit-
smíðir allar, en þar liggja, sem kunnugt er, mörg stórvirki og þarf-
leg eftir hann. Um það allt lér hókin fullnaðar-fróðleiks.
Höfundur færðist mikið í fang, er liann réðst í að semja þetta
verk. Er það mikill vandi að rita svo ævisögu eins manns, að saga
þjóðarinnar sé þar rituð og rakin svo langt og fjölhliða samtímis,.
sem hér er gert, á þann hátt, aS ekki raskist jafnvægi um of. En
hér dregur það mjög úr vandanum, að sagt er frá fjölhæfasta.
mikilmenni og leiðtoga smárrar þjóðar. Þetta veit og höfundur sjálf-
ur manna bezt. Er það rétt og skrumlaust, er hann innir aS í sögu-
lok, aS í riti þessu sé „beint og óbeint fólgið mestallt það, sem að
efni til verður sagt um þenna afreksmann“.
„IJöfundur vill hafa sýnt, hver vóru átök þessa mikilmennis í
þágu þjóSar sinnar, hversu hann mjakaði björgum úr vegi hennar,
jarðföstum björgum íhalds og kvíða, tortryggni og rótgróinna hleypi-
dóma, hversu hann ruddi braut þjóð sinni, á leiS til framfara í öll-
um greinum þjóðlegrar sjálfstæði, í stjómmálum og fjárgæzlu, í
verzlun og atvinnuvegum, í sannri menningu, menntum og þjóðlegum
vísindum og fræðimi, hversu hann var í senn vekjari og fræSari,.
hversu hann ekki einungis ruddi braut þá, er hún skyldi þræða, en
síðan leiddi hana sér við hönd, ef svo mætti að orSi kveða, hin fyrstu
skref á brautinni meðan kraftar entust. Slíkur maöur var Jón Sig-
urðsson“.
„Enginn hefir æðra mark og göfugra, en Jón SigurSsson, full-
komna viðreisn þjóðar sinnar í öllum greinum“. Svo lætur höfundur
um mælt. „Afreksmenn em seint lofaðir um skör fram. Og þessi
maður verSur aldrei oflofi borinn“. — „Hann mun verða þjóð-
málamönnum Islendinga um aldir fyrirmynd um manntak og karl-
mennsku, þrek og skapfestu, en hverjum manni ímynd drengskapar
og mannúðar. Því mun seint verSa um hann ritað svo, að ekki megi
jafnan þar við auka“.
En um þá hvöt, er valdi tilveru ritsins og hafi léS sér þrótt til
þess að leiða þaS til lykta, segir höfundur, að ráðið hafi „sú þrá,
sem inni fyrir býr, að Islendingar skipi sjálfum sér við hlið þessa
mikilsmennis, tengi sögu sína viS hann. Veitir sízt smáþjóðum af
réttmætri þjóðvitund, meðan lögmál afls og orku ráSa mestu um
skifti þjóða. Þeir tímar kunna að koma, aS þjóðin fái sókt mikinn
styrk til þessa mikilmennis, þótt löngu sé liðinn. Til þess að ná því
marki, er hentast, að lesendur standi meS honum í hverri þeiná