Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 89
Skirnir]
íslendingar á 16. öld.
83
ritið, sem út hefir verið gefið, afrit annars manns. Talar
höf. um hnattstöðu landsins, um hafísinn, veðráttu, lengsta
og stytzta dag, eldfjöll og eldgos, heitar laugar og ölkeld-
ur, fljót og vötn, sjóskrímsli, norðurljós, víkur svo að sögu
þjóðarinnar, landnámi, fundi Grænlands og Vínlands, bók-
menntum og tungu. Þá drepur hann á samlíf hjóna, er
hann lofar mjög. Segir hann, að sum eigi 20 eða jafnvel
30 börn. Ættrækni sé mjög mikil. Hann talar um föru-
mannalýð og fátæklinga. Um húsakynni. Um skóga og
eyðileggingu þeirra. Hæstu birkitré segir hann rúmar 17
álnir. Þá minnist hann á búfénaðinn og segir að margir
oigi 100 nauta og 1000 sauða, lýsir klæðaburði, talar um
hesta, geitur, svin, hunda, ketti, fugla, fiska, hvali, þá um
niataræði, um siði og skaplyndi þjóðarinnar, samkvæmi,
verzlun, málma, stjórnskipulag, málið og hvernig það er
ntað, og loks um skáldskapinn. Hér skal tekinn kafli, er eg
hefi þýtt um siði íslendinga:
»— Víkjum nú að siðum íslendinga. Virðist mér mjög
margt í þeim eigi aðeins sæmilegt, heldur og mjög fjarri
búralegri villimennsku. Verður þó að vera fáorður og tala
með eins konar varúð um þá, því að bæði eru lýsingar á
þeim efnum að jafnaði fremur tortryggðar, sökum þess að
höfundar, sem að öðru leyti eru hvorki slæmir né öfga-
fuHir, hefja hver sína þjóð til skýjanna með óhóflegu og
óviðjafnanlegu lofi, og hins vegar skilur hver maður, að
e>ns og á sömu engjum og í sömu skógum er mikill mun-
Ur á verðmæti, fegurð og gæðum grasa, jurta og trjáa,
eins eru jafnt siðir sem líkamsvöxtur manna mjög mis-
Wunandi, þó að fæddir sé í sama Iandi og í sama lofts-
lagi. af sömu foreldrum og auk þess aldir við sama fæði
pg sömu húsakynni. Hér við bætist, að í hinni miklu spill-
lngu í öllum efnum eru með hverri jijóð fleiri vondir menn
en góðir, og er það eitt í raun og veru hörmulegast. En
með því að eitthvað verður þö einnig að drepa á þetta
efni, þá vil eg fyrst taka það fram um þjóð vora, að menn
eru þar að eðlisfari hneigðir til hæversku, góðgerðasemi,
6*
(