Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 234
228
Rit.regnir.
[Skírnir
Monumenta typographica Islandica. Edited by SigurSur Nor-
dal. Vol. I. Hið nýja testament 1540. Copenhagen. Levin & Munks-
gaard, Publishers.
Herra Ejnar Munksgaard lætur skammt milli stórra afreka í
þarfir bókmennta vorra. Jafnframt því, að hann gefur út ár hvert
hinar ágætu eftirmyndir af íslenzkum skinnbókmn, hefir hann nú
ráðizt í að gefa út eftirmyndir elztu og fágætustu bóka, sem prent-
aðar hafa verið á íslenzku, og sér prófessor Sigurður Nordal um út-
gáfuna. Af þessum ritum eru svo fá eintök til í veröldinni, að fæstir
þeirra, er vilja kynna sér íslenzka bókagerð, trúarsögu og málsögu á
siðskiftaöld, geta fengiS þau í hendur. Ur því bætir þessi nýja út-
gáfa. Með henni rísa þessi gömlu rit upp úr fymsku með sama svip
og þegar þau birtust fyrst, og bera með sér blæ og keim sinnar
aldar. I svip þeirra býr eitthvað af anda þess tíma, er ól þau, og til
þess að skynja hann, verSur að sjá þau sjálf. Munu því vinir ís-
lenzkra bókmennta, hvar sem er, fagna þessari útgáfu, sem er hin
vandaSasta, svo sem von var til af útgefanda, og ekki dýrari en
svo, að auSvelt er að eignast hana. Próf. Sigurður Nordal hefir
skrifað stuttan og laggóðan formála fyrir útgáfunni í heild sinni og
um Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Er formálinn
bæði á ensku og íslenzku. Það mun hvarvetna þykja merkilegt, aS
vér eignuðumst svo snemma tiltölulega vandaða þýðingu Nýja testa-
mentisins á voru máli. Hin þýzka þýðing Lúthers kom út 1522, fyrsta
danska þýSingin 1524, og hin sænska 1526, svo að vér vorum ekki
langt á eftir nágrönnunum. G. F.
Lagasafn. Gildandi lög íslenzk 1931. 964 bls. í fjögrablaða broti.
Reykjavík 1932. Ólafur prófessor Lárasson liefir séð um útgáfuna.
Þær eru ekki ýkjamargar lögbækumar, sem íslenzka þjóðin hef-
ir eignazt um æfina.
Elzta lögbók íslenzk er Grágás. Því næst keinur JárnsíSa, og
átti sér skamman aldur, og loks Jónsbók; er hún ennþá í gildi að
nokkru, þótt nú séu liðin full 650 ár, síðan hún var samin.
Vitanlega féll ekki niður löggjöfin, þótt ekki væri tekin saman
nein lögbók. Jjög voru sett og gefin út, eftir því, sem þurfa þótti. en
síðan Alþingi fékk löggjafarvaldl, hafa öll lög og lagabreytingar ver-
ið birt í Stjórnartíðindunum.
Lögin vora því á mesta tætingi, og erfitt við þau að eiga öðr-
um en lögfræðingum, og reyndar þeim líka. A þessu var þó ekki ráð-
in bót fyrr en þeir Magnús Stephensen landshöfðingi og Jón Jens-
son vfirdómari, og síðar Jón Magnússon (síðast ráðherra), tóku að
gefa út „Lagasafn handa alþýðu“; var það í sex bindum og kom út
á árunum 1887—1910.
Þessi útgáfa var mjög handhæg og aðgengileg, enda sinnti al-