Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 99
Skírnir]
List, iðja, listiðnaður.
93
'Tylftarvarningurinn á að smá hverfa fyrir vönduðum hlut-
um. Vélar og vísindi eiga að létta hið listræna starf, en
•eigi að vinna á móti því. Listamenn verða að viðurkenna,
■að þeir voru komnir oflangt frá efninu.
Mig langar nú til að ræða lítið eitt afstöðu okkar ís-
lendinga til þessara mála. Það hefir nú síðustu árin verið
talað allmikið um iðjumálin frá sjónarmiði hallærisráðstaf-
ana og sparnaðar, en minna frá sjónarmiði mannfélags-
þroska og listarinnar. Einstakir listamenn og iðnaðarmenn
hafa þó gert tilraunir með samvinnu, og heimilisiðnaðurinn
'hefir eignazt ötula formælendur.
En flestar tilraunir, sem gerðar hafa verið með list-
iðnað, hafa fengið raunalega litlar undirtektir hjá fjöldan-
um. Ég gæti talið upp fjölda dæma, sem sýna, hvernig
ýmsar afbragðs tilraunir hafa strandað vegna skilningleysis
landsmanna, og það svo harkalega, að það bjartsýna fólk,
sem gerði tilraunirnar, hefir yfirgefið landið.
Margur mun nú spyrja, hvað við getum grætt á því að
samstarf hefjist með listamönnum og iðnaðarmönnum og að
skapaður verði milliliðurinn — listiðnaðurinn. Ég skal leitast
við að sýna nauðsyn þeirrar samvinnu með nokkruin dæmum.
Lítið á höfuðborgina, kæru landar, athugið hana gaum-
;gæfilega, sérstaklega ef þið hafið eigi séð hana langan
tíma. Tilsýndar er hún eins og mislit tuskuhrúga, fjand-
samlegustu litir eru notaðir hlið við hlið og ólíkustu
byggingarstílstegundir í einni bendu. Það er ekki skortur
á fallegum húsum, eða þar með sagt að þau séu illa mál-
uð, því að við eigum nú orðið duglega húsameistara og
málara. En það er skortur á samræmi og brot á lög-
málum fegurðar og listar. Þetta sýnir afdrájtarlaust hve
samstarfið er lítið.
Af þeim mönnum, sem talað hafa og skrifað um út-
lit höfuðborgarinnar, hefir enginn verið tekinn alvarlega.
Þess vegna var það að einn listamaður vor, sem lengi hafði
skrifað árangurslaust um ýmsar sjálfsagðar breytingar, tók
sig til og skrifaði um það að Laugavegurinn væri fegursta
;gata í heimi(!) og hætti svo að skrifa um útlit Reyjavíkur.