Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 18
12 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skirnir
sinn í þetta, mundi hann i huganum hefja sig til skýja og
finnast eins og hann væri að rjúfa þau og senda þau í
steypiskúr niður á jörðuna. En að líkindum mundi hann-
gera sér hægra um vik, hella ofurlitlu vatni á jörðuna r
þeirri trú, að lítið drægi meira af sömu tegund eftir sér, að
sá, sem orkaði á hlutann, orkaði á heildina.
í töfrabrögðum kemur þannig tvennt fram: löngun til
að orka á hlutina og trúin á að í þeim búi öfl, sem láta
að vilja manna. Fyrra atriðið er sameiginlegt töfrum og
vísindum, hið síðara töfrum og trú. Vísindin eru ekki sprott-
in af töfrum, þau eru andstæða þeirra og töfrabrögð víkja
að sama skapi sem vísindin þróast. En mönnum hefir verið
nokkur fró í trúnni á töfra, af því að þeim hefir fundizt
þeir duga, og allt af mátti skýra það, sem misheppnaðist,.
með því að öflugri töfrar hefðu unnið á móti. Töfrabrögð-
in geta margfaldazt endalaust, af því að þar ræður ímynd-
un ein. Vísindí og töfrar hafa allt af haldizt samhliða, og
undir eins og visindalegur hugsunarháttur dofnar, vex
töfratrúin.
Töfrar eru þáttur trúarbragðanna, einkum á hinum lægrí
stigum. Munur á trú og töfrum er sá, að þau öfl, sem
töframaðurinn snýr sér til, eru ekki fullgerðar persónur,
heldur kraftar, sem eru andlegir og líkamlegir í senn. í
trúnni verða þessi öfl að persónum og siðar að guðum,
sem trúmaðurinn snýr sér til í bæn. Trú og töfrar grein-
ast þannig frá sameiginlegum stofni, og haldast samhliða,.
en hafa þó áhrif hvert á annað. í trúnni verður nokkuð af
töfrum, og einkum talsvert af trú í töfrum. Töframaðurinn
tekur anda í þjónustu sína, og þegar trúmaðurinn ákallar
guðina, getur það verið hvorttveggja í senn særing og bæm
Trúin á ýmis konar anda i náttúrunni er, eins og vér
höfum séð, runnin af þeirri skoðun, að einhver tilgangur
birtist í viðburðum og hlutum. Tökum t. d. trúna á það að
dísir búi í lindum. Vísirinn til trúarinnar á lindardís mundi
vera hin vingjarnlega athöfn lindarinnar sjálfrar, að gefa
þyrstum að drekka. Athöfnin er visir til persónu, og þegar
svo trúin á sálir framliðinna er komin, hjálpar hún til að-