Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 128
122 Landnáma og Njáls saga. [Skírnir
að hún hefir getið Þorgeirs gollnis segir svo: »Hans son
var Njáll, er inni var brenndr« (Sturlub. 342. kap.) Við
þetta bæta hin Landnámu handritin: »með viij (vij, Mela-
bók) mann at Bergþórshváli« (Hauksb. 300. kap., Melab.
7. kap.). Það, sem hér er sambærilegt við Njáls s., er tala
þeirra manna, er inni brunnu. í 130. kap. sögunnar telur
Flosi upp 7 menn, er brunnið hafi inni, en gefur þó í skyn,
að þeir hafi fleiri verið: »En þó vitum vér ógörla um fleiri
menn, þá er oss eru ókunnari.« Síðar er sagt nánara frá
manndauðanum (132. kap.), og segir þar, að alls hafi fund-
izt bein af 11 mönnum og eru 8 þeirra nafngreindir, að
Helga Njálssyni með töldum. Hér er því um verulegan
mun að ræða, þar sem skakkar 3—4 mönnum, er sagan
telur fleiri en Landnáma.
Hér eru þá upp taldar þaer frásagnir Landnámu, er
snerta Njáls sögu. Staðfestir Landnáma það, sem raunar
fáir hafa efazt um, að aðalviðburðir sögunnar sé sannir,
en sé á hinn bóginn farið út í það, hvernig atburðirnir
hafi gerzt í einstökum atriðum, þá sjáum vér, að þessum
heimildum ber talsvert á milli. Þær eru sammála um flest
aðalatriði, en ber ekki saman um mörg smáatriði. Sýnir
þetta meðal annars, að óhugsandi er, að Landnáma og
sagan byggi á sömu heimild og því síður, að annaðhvort
þessarra rita hafi stuðzt við hitt. Þetta verður þó ef til
vill enn þá ljósara, ef athugaðar eru ættartölur sögunnar
-og bornar saman við Landnámu.
í Njáls sögu er mjög mikið af ættartölum, svo að þær
má hiklaust telja með einkennum sögunnar. Eru margar
ættir raktar þar miklu ýtarlegar en þörf sýnist krefja, svo
sem ætt Guðmundar ríka, Snorra goða o. m. fl. Á hinn
bóginn er ekki síður einkennilegt, að t. d. ætt Kára Söl-
mundarsonar er hvergi rakin í sögunni, og er Landnámu
þó fullkunnugt um hana. Teljum vér þetta benda til þess,
að höfundur Njáls sögu hafi haft fyrir sér skrifaðar ættar-
tölur og tekið úr þeim allmikið efni, en þar sem þær þraut,
hefir hann, ef unnt var, fengið upplýsingar á annan veg
eða þá alls engar, svo sem um ætt Kára. Tilviljun virðist