Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 193
:Skírnir]
Magnús Stephensen.
187
orðunni. Ég ætla nú samt, að sjálfur hafi Magnús ekki
flaskað stórkostlega á slíku, a. m. k. ekki eftir það að hann
hafði náð fullum þroska og reynslu. En hjá hinu fer ekki,
.að nokkuð af stirfni þeirri, sem víst kennir um of hjá þeim
rgóða manni, beri að rekja til áhrifa, er hann sætti nauð-
ugur-viljugur af vélgengi embættismennskunnar, er byrjaði
.að ná tökum á honum tuttugu og eins árs gömlum.
VIII.
Haustið 1788 kom Magnús Stephensen heim frá Kaup-
mannahöfn. Tók hann lögfræðispróf það vor og um sum-
arið varð hann skipaður lögmaður norðan og vestan á
íslandi. Þá var hann rúmra 25 ára að aldri. Og má kalla
að þá hefjist regluleg saga hans, sú saga, sem segja má að yrði
all-verulegur þáttur íslendinga sögu um röska fjóra ára-
tugi upp þaðan. Það er ekki of mælt, að fáa kandídata
hefir þjóð vor heimt frá prófborði, er slikum þroska höfðu
tekið sem hann. Studdi að því óvenjuleg reynsla hans af
opinberum vandamálum eftir Móðuharðindin, ferð hans
hingað til lands 1784 og svo aftur 1785, er hann var
fenginn til þess að ráðstafa eignum stóls og skóla í Skál-
holti, sem var ærið vandaverk svo ungum manni. Þá má
telja náin kynni hans af hinum ágætustu íslendingum þessa
tíma, þeim Jóni Eiríkssyni og Hannesi biskupi, er báðir
Jögða við hann mikla rækt. Ætterni hans og áhrif heiman
frá höfðu og átt drjúgan þátt í því að auka honum kapp
og karlmennsku, er jafnan stælti hann til þess að láta
hvergi þokast úr röð fremstu manna. En meðfædd elja og
vakandi áhugi á hverskonar menntun og þekkingu fylgdi
honum alla æfi og olli því, að hann varð fjölhæfari flest-
um íslendingum um sína daga og vel að sér um nálega
■ allt það, er þá var til sannrar menntunar talið.
Það er að líkum, að slikur maður var mjög mótaður
af meginstefnum aldar sinnar í hugsun og breytni. Upp-
lýsingaröldin hafði nú að visu lifað sitt fegursta, en hann
var samt barn hennar, hún hafði fóstrað hann. Og hann
fhafði drukkið í sig anda hennar af lífi og sál. Upplýsingar-