Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 207
Skirnir| Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 201
mikið er víst, að þeir hugðu báðir snemma að komast
hátt i lífinu, og þeir voru ekki allskostar við alþýðuskap.
Mustafa Kemal gekk í lið Ungtyrkja, en átti ekki lengi
leið með þeim. Hann var fyrst og fremst hermaður, og
vildi halda hernum utan við alla þátttöku í stjórnmálum.
Milli hans og Envers hófst brátt fjandskapur, er stóð með-
an þeir lifðu báðir. í styrjöldinni í Trípólis og í Balkan-
stríðinu hlaut Mustafa mikinn orðstír, en Enver reyndi á
allan hátt að draga úr frama hans. Þegar heimsstyrjöldin
hófst, reyndi Mustafa að sporna við því, að Tyrkir gengju
í lið með Þjóðverjum, þvi að hann trúði ekki á sigur þeirra,.
en er hann fékk því ekki ráðið, gekk hann í stríðið og
barðist allra manna bezt. Vörn hans á Gallípóli varð víð-
fræg, og hann var hinn eini af herforingjum Tyrkja, er
slapp með fullum heiðri úr heimsstyrjöldinni. Honum sveið
sáran að sjá niðurlægingu föðurlands sins, og hann fékk
nokkra unga herforingja og stjórnmálamenn í lið með sér,
til þess að vinna að endurreisn Tyrklands.
Mustafa Kemal sá, að í Miklagarði var ekkert hægt
að gera. Enskir bryndrekar lágu á höfninni og beindu fall-
byssum sínum á helztu staði borgarinnar. Hann sendi því
félaga sína upp um sveitir Litlu-Asíu, til þess að æsa
fólkið upp móti stjórninni í Miklagarði og friðarsamning-
unum í Sévres. Sjálfur stjórnaði hann öllu, því að hann
hafði fyrir nokkru fengið starf, er hann kunni að nota.
Vorið 1919 hafði Mustafa Kemal verið sendur til Litlu-
Asíu, til þess að sjá um afvopnun tyrkneska hersins, er
þar var. En honum kom ekki til hugar að framfylgja skip-
unum yfirboðara sinna í Miklagarði. í stað þess að af-
vopna herinn, tók hann að æfa og útbúa herdeildir. Þær
voru að vísu ekki fjölmennar, en hann treysti því, að mikils
þyrfti ekki við. Hann vissi vel, að stórþjóðir Evrópu voru
dauðþreyttar á ófriði, og stjórnir þeirra mundu ekki fara
að hefja stríð við Tyrki. Þjóðirnar þráðu frið, og kærðu
sig lítt um hvort það væru Tyrkir eða Grikkir, sem réðu
yfir vesturströnd Litlu-Asíu. Svo þegar fréttin kom um
friðinn í Sévres, þá var hann fljótur að grípa tækifærið^