Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 230
224
Ritfregnir.
[Skirnir
ingatilraunir, er lionum þykja sanni næstar, og er það miklu réttara
en að berja fram skýringar og textabreytingar, sem orka tvímælis.
Formáli útgefanda er stórmerkileg ritgerð (105 bls.), sem í
■ sumum efnum ryður nýjar brautir til betra skilnings á þróun ís-
lenzkrar sagnaritunar. Er þar fyrst viki'ð að heimildum Egils sögu,
er verið hafa munnlegar frásagnir, skráðar heimildir, sérstaklega mn
landnám á Islandi og æfi Noregskonunga, og svo kvæði þau og vís-
ur, sem í sögunni eru og eflaust hafa alla tíð fylgt hinni munnlegu
frásögn. Afarsennileg virðist mér sú tilgáta útgef., að margar af
frásögnunum um Egil séu upphaflega frá honum sjálfum komnar og
að hann hafi þá sjálfur stundum ort inn í eða fágað sumar af þeim
vísum, er ósennilegt þykir, að haim hafi mælt af munni fram á þeirri
stundu, er sagan hermir, svo sem vísurnar, sem Egill á að hafa kveð-
ið þrevetur og þó bera hans mark. En söguritarinn hefir mjög stuðzt
við kvæði Egils og vísur í frásögn sinni og borið gott skyn á allt
slíkt, þó að hann hafi ekki ætíð séð til fulls allt, sem í þeirn fólst, og
bendir útgef. þar t. d. á skýringu próf. Magnus Olsens á frásögn-
inni um það, er Egill reisti níðstöngina. Helzta ósamræmið milli sög-
unnar og kvæða Egils hafa menn fundið í frásögninni um það,
hvers vegna og með hverjum hætti Egill gekk á vald Eiríks konungs
í Jórvík. Útgef. rekur það mál allrækilega, bendir á veilurnar í frá-
sögninni og segir meðal annars: „Ef vér hefðum vísur og kvæði
Egils ein til frásagnar, myndi engum annað til hugar koma en
Egill hefði farið af sjálfsdáðum til Jórvíkur, til þess að sættast við
Eirík“. Astæðan til þess, að Egill gerðist svo djarfur, hyggur hann
að helzt mundi þá liafa verið vinátta hans við Arinbjörn, sem var
meginþáttur í lífi hans, löngunin til að sjá hann aftur, ennfremur ef
t:! vill erfðamál Asgerðar, ef Eiríkur kæmist aftur til valda í Noregi,
og óvissan að eiga Eirík yfir höfði sér. En ekki sker hann úr um
þctta, og er vikið að þessu lítið eitt á öðrum stað í Skími.
Um tímatal Egils sögu liefir allmikið verið ritað á síðari tím-
um og tekur útg. það til meðferðar. Felst hann á þá skoðun, að or-
ustan á Vínheiði, sem áður var sett einhvern tíma á árunum 925—
927, sé orustan við Brunanburg, sem samkvæmt enskum annálum
verður að telja að staðið hafi árið 937. Þar með flyzt allt tímatal
Egils sögu 10—12 ár niður í tímann, og Egill hefir ekki iieimsótt
Eirík í Jórvík fvrr en 948, enda kemur tímatalið þá miklu betur
heim við ýms önnur atriði sögunnar. A sama hátt flytjast til þau
ártöl í Noregskonunga sögum, er standa í sambandi við atburði Egils
; sögu. Orustan í Hafursfirði hefir þá verið um 885, enda kemur
það heim við hitt, að allur þorri landnámsmanna virðist ekki hafa kom-
ið til íslands fyrr en eftir 890.
í kaflanum um það, hvar og hvenær sagan er rituð, bregður
*útgef. nýju ljósi yfir þróun íslenzkrar sagnaritunar, með því að