Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 104
98
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skírnir
en guðunum sjálfum. — Með Grikkjum voru t. d. dísirnar
(nymfurnar) lægri goðverur en hinir eiginlegu guðir. Dísir
þessar voru allsstaðar í náttúrunni; í sjónum voru sædísir, í
vötnunum vatnadísir, í fjöllunum fjalladísir og í skógunum
skógadísir. Með Norðurlandabúum voru dvergar og álfar
goðverur, sem skipuðu lægra sess en goðin sjálf. — Með
alvilltum þjóðum ríkir mjög svo nefnd andadýrkun. Þær
hugsa sér anda í öllu og allsstaðar, en einkum gætir þó
hinna illu og skaðlegu anda, sem nauðsyn ber til að dýrka
og tilbiðja, svo að þeir vinni mönnum ekki ógagn.x)
En andana og vættirnar, hvort sem þeim er lagið að
gera illt eða gott, verða menn að umgangast með var-
kárni; og hinn trúarlegi ótti við andana og vættirnar hefir
skapað margvíslegar reglur, sem menn verða að fylgja, svo
að þeir misbjóði þeim ekki i neinu og baki sér þannig
óvild þeirra. Þessi varkárni kemur fram í ýmsum myndum,
en einkum í því, að bann er lagt við að snerta eða koma
nærri nokkru því, sem tengt er öndunum að einhverju
leyti, og við því, að nefna nöfn andanna og annarra hluta,
sem eiga söm eða svipuð nöfn.
Til skilningsauka skal vikið nokkru nánar að þessu
trúarlega banni almennt, áður en gerð verður fyllri grein
fyrir trúarlegu banni á nöfnum, en það bann er aðeins ein
hlið á trúarlegu banni almennt.
Á Tongaeyjum er allt það, sem þarlendir menn leggja
trúarlegt bann á, nefnt »tabú«. Orðið er til víða um Suður-
hafseyjar og á Nýja-Sjálandi. Á Nýja-Sjálandi hefir það
myndina tapú, sem er samsett úr ta-: mikið, mjög, og -pú:
merktur, auðkenndur, og þýðir því sem lýsingarorð: mjög
merktur, mjög einkenndur eða þvl. Á Suðurhafseyjum er
orðið látið tákna eitthvað, sem er helgað öndunum eða
goðmögnunum eða tengt þeim á einhvern hátt og er bann-
að mönnum vegna þess, að það er heilagt eða óhreint.
Þar varðar það stundum harðar refsingar, að brjóta tabú,
þ. e. a. s. að snerta, nálgast, nefna eða umgangast rang-
lega á einhvern hátt nokkuð það, sem trúarlegt bann
(tabú) hvílir á.2)