Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 24
18 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skirnir
an lögmálinu, sem vill að tegund og einstaklingur sé hvort
öðru háð í stöðugri hringrás. Hún nemur staðar, eins og
hún heyrði rödd, sem kallaði á hana. Svo lætur hún leið-
ast, beint áfram. Hún skynjar ekki beint kraftinn, sem
hreyfir hana, en hún finnur ólýsanlega návist hans, eða
fær jartein hans í sýn. Þá kemur ofurmagn gleðinnar,
leiðsla eða hrifning: Guð er þarna og hún er í honum.
Nú er ekkert dularfullt. Vafamálin hverfa, myrkrunum léttir,
Ijósið kemur. En hve lengi? Leynd óró, er svifið hefir yfir
leiðslunni, kemur yfir hana eins og skuggi. Hún mundi,
jafnvel án ástandsins, sem á eftir fer, nægja til að greina
sanna, fullkomna dularreynslu frá því, sem hafði verið-
fyrirmyndun hennar eða undirbúningur. Hún sýnir raunar,
að sál hins mi'kla dulspekings stöðvast ekki í leiðsunni
svo sem væri hún komin á leiðarenda. Að visu mætti’
kalla þetta hvíld, en líkt og á stöð þar sem vélin heldur
áfram hreyfingum sínum á sama stað, meðan biðið er eftir
að halda áfram á ný. Orðum það nákvæmar: Þó að sam-
einingin við guð sé náin, þá er hún ekki fullnuð fyrr en
hún er alger. Að vísu er nú ekkert bil milli hugsunarinnar
og þess, sem hugsað er um, úr þvi að vafamálin eru horf-
in, sem sýndu bilið eða ollu því. Nú er engin djúptæk
greining milli þess, sem elskar, og þess sem er elskaður:
guð er þarna og gleðin er takmarkalaus. En þótt sálin renni
saman við guð í hugsun og tilfinningu, þá er þó enn nokk-
uð af henni fyrir utan; það er viljinn: athöfn hennar, ef
hún starfaði, kæmi frá honum. Líf hennar er þá ekki enni
orðið guðlegt. Hún veit það; það vekur óljósa óró, og’
þessi bifun í hvíldinni einkennir það, sem vér köllum full-
komna dularreynslu; hún er vottur þess, að sálin ætlaði’
að hefjast hærra, að leiðslan snertir að vísu hæfileikann tiií
að sjá og finna, en að viljinn er þarna líka og að hann ætti
einnig að sameinast guði. Þegar þessi vitneskja hefir fengið
völdin, er leiðslan búin, sálin finnur, að hún er ein, og er
þá stundum hrygg. Hún hefir um stund dvalið i ofbirtu og
getur nú ekkert greint í skugganum. Hún gerir sér ekki
grein fyrir hinu djúptæka starfi, sem gerzt hefir i henni á