Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 26
20 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skírnir
ekki sjá. Eðlisvizka eða öllu heldur áunnið sakleysi bendir
henni þannig undir eins á hagkvæmustu aðferðina, athöfn-
ina, sem úr sker, svarið, sem ekki verður móti mælt. Allt
af þarf áreynslu og þol og þrautseigju. En það kemur allt
af sjálfu sér, það þróast sjálfkrafa í sál, sem starfar og
stjórnast í senn, þar sem frjálsræði og guðlegt starf er allt
eitt. Það þarf frábæra orku, en þessi orka kemur um leið
og kallað er, því að lífsgnóttin streymir frá brunni Iífsins
sjálfs. Nú eru sýnirnar horfnar: guðdómurinn birtist ekki í
ytri sýn sál, sem héðan af er full af honum. Ekkert virð-
ist nú framar verulega greina slíkan mann frá þeim, sem
hann umgengst. Hann einn gerir sér grein fyrir breyting-
unni, sem hefur hann í tölu þeirra, sem eru adjutores Dei
(aðstoðarmenn guðs). Guð orkar á þá og þeir á mennina.
En hann ofmetnast ekki af þeirri upphefð. Auðmýkt hans
er þvert á móti mikil. Hvernig ætti hann að vera öðru-
vísi en auðmjúkur, þegar hann í þögulu sambandi við guð
og í geðshræringu, sem honum fannst hann allur bráðna
í, hefir fundið það, sem kalla mætti guðlega auðmýkt?«
(Bergson: áður nefnt rit, bls. 245—249).
Um eðli guðs segir Bergson meðal annars:
»Heimspekingur mundi fljótt geta skilgreint þetta eðli,
ef hann vildi orða dularreynsluna. Guð er kærleikur og hann
þiggur kærleika. Þar er allt efni dularreynslunnar. Um
þennan tvöfalda kærleika fær dulspekingurinn aldrei full-
talað. Lýsing hans á sér engan enda, af því að orðum
verður ekki komið að því, sem á að lýsa. En það segir
hún skýrt, að guðlegur kærleikur er ekki eitthvað, sem
guði heyrir til: hann er guð sjálfur. Heimspekingurinn, sem
telur guð persónu og vill þó eigi hugsa sér guð að öllu
leyti sem mann, fer eftir þessari bendingu. Hann hugsar
t. d. um guðmóðinn, sem getur gagntekið sál og allt, sem
í henni býr, og haft þar síðan öll völd. Persónan og þessi
tilfinning eru þá allt eitt, en þó hefir hún aldrei verið eins
söm við sig; hún hefir öðlazt meiri einfaldleik, eining og
mátt. Aldrei hefir hún heldur verið eins hlaðin hugsunum,
sé það rétt, er vér sögðum áður, að til sé tvenns konar