Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 231
Skirnir|
Ritfregnir.
225
sýna frain á, aö sagnaritunin hefir verið frá upphafi nokkuð sitt með
hverjum hœtti í einstökum landshlutum. Hann segir: „Eg hygg, að með
fullum rétti megi tala um sunnlenzkan skóla í sagnaritun, sem helzt með
sama svip fram yfir 1200. Einkenni hans eru strangar kröfur til sann-
fræði, þar sem leitað er kjarna fróðleiksins, án þess að hirða um skemmt-
un við alþýðu hæfi. Það er höfðingjaskólinn í sagnarituninni".--------
„Önnur aðaluppspretta íslenzkrar sagnaritunar er í Þingeyraklaustri.
Á Norðurlandi varð menning höfðingjaættanna ekki jafn stórfelld og
á Suðurlandi. Þar vitum vér ekki um neina skóla á borð við skól-
ann í Haukadal og Odda. Hins vegar varð kirkjan og hinn klerk-
legi andi þar ríkari. Áhrifin frá Jóni Ögmundssyni og skóla hans á
Hólum setti s\ip á menntalíf fjórðungsins um langt skeiS“. Þessi
stefna er ekki eins ströng í vali heimilda sinna, og hugsar meira um
alþýðlegar sagnir og fróðleik til skemmtunar. Þessir tveir straumar
renna saman í æðri einingu, þegar Snorri Sturluson kemur til sög-
unnar. í starfsemi hans nær samræmi vísinda og listar hæsta stigi.
Þar skapast þriSji skólinn: borgfirzki skólinn. Egils saga hlýtur að vera
ávöxtur hans, og spurningin er því, hvort Snorri hafi ekki skrifað
hana sjálfur.
Um það hefir mikið verið ritað og útg. tekur það nú til með-
ferðar. Ein alvarlegasta röksemdin gegn því, að Snorri hafi skrifaS
Egils sögu, var sú, að stíll Heimskringlu þótti ekki nógu líkur stíln-
um á Egils sögu eins og hún er í handritinu Möðruvallabók, sem
allar útgáfur sögunnar hafa veriS gerðar eftir, en það handrit er
meira en 100 árum yngra en frumritið. Nú hefir próf. SigurSur
Nordal borið saman elzta brot, sem til er af handriti sögunnar (AM.
162 A, fol. H), sem talið er frá h. u. b. 1250 (Er það nú víst, að
það sé ekki eldra og þá eiginhandarrit Snorra?) og kemur þá í ljós,
að það er yfirleitt nær stíl Snorra en MöSruvallabók, eins og vér
þekkjum hana úr Eddu og Ólafs sögu. En niðurstaða allrar rann-
sóknarinnar verSur sú, að SigurSur Nordal segist framvegis ekki munu
hika við aS telja Egils sögu meS ritum Snorra, nema ný rök komi
fram, sem honum hafi sézt yfir. Geri eg ráð fyrir, að þar muni
flestir verða honum sammála. —
Allur frágangur á riti þessu: prentun, pappír, myndir, landa-
'bréf, prófarkalestur, er svo ágætur, að unun er að. Myndirnar eru:
Úr FjörSum, Borg, Vopn, NíSvísur Egils, í rúnum eftir prófessor
Magnus Olsen, Skapker, Útsýn frá Borg. ICortin: Umhverfi Borgar,
FerSir Egils, Noregur I. II., Borgarfjörður. Er að öllu þessu hin
mesta prýSi og gagn. Munu menn ekki sízt fagna Noregskortunum
með hinum fomu nöfnum, og hinum ágæta uppdrætti af Borgarfii'ði.
Geta má þess þakklátlega sem fagurs fordæmis, að H/f Kveld-
úlfur hefir lagt fram, sem gjöf til Hins íslenzka Fornritafélags, all-
15