Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 175
Skírnir]
Magnús Stephensen.
169
skilningi, og eru slíks mörg og sorgleg dæmi. Nú ætla ég
ekki að auka á glundroðann í íslands sögu á 18. öld með
því að halda því fram, að Skaftáreldarnir og Móðuharð-
indin marki tímamót og nýtt tímabil hefjist í æfi þjóðar-
vorrar upp þaðan. Þó er sannast að segja, að fáir atburðir
hafa haft gagngerðari bein áhrif á hagi þjóðarinnar. Reynd-
ar er ekki vel heppiiegt að tala hér um áhrif. Landskjálfti
hefir þau áhrif á hrörlegt hús, að það hrynur í rústir.
Hann eyðileggur, og þar með er hans þáttur á enda. En
vitanlega á nýja húsið, sem reist er á rústum þess gamla,
upphaf sitt í hruni hins. Þvílíka þýðingu höfðu jarðeldarnir,
landskjálftarnir og harðindin 1783—1785. Þau felldu í rústir
miskunnarlaust. Og ekki varð hjá því komizt, að byggja
upp aftur á þessum rústum. Af þessu leiddi margháttaðar
og gagngerðar breytingar í þjóðlífinu, og setja þær um
margt glögg skil í sögu vorri. Hitt er annað mál, að úr því
framvinda atburðanna varð síðan með þeim hætti, sem
raun gaf vitni, þá sé einfaldara að setja eiginleg kafla-
skipti sögunnar nokkru fyrr, svo sem venjulega er gert.
En þó má öllum ljós vera munurinn á viðhorfinu til »end-
urreisnarinnar« á árunum 1750—1783 og svo aftur upp
þaðan. Sá munur er því líkastur sem með þeim manni er,
sem gerir sér skip af nýju, og hinum, sem baslar í gamalt
lekahrip. Annar gerir sér ósmáar vonir. Hann finnur bönd-
in treystast, sér borðin hækka, lögunina festast og fríkka..
Honum verður að hugsa til þess, að þetta muni líklega
geta orðið haffærandi skip, er fái boðið byrgin hverri
hættu sjávarins, meðan ekki bilar þann, er um stjórnvöl-
inn heldur. Hinn þykist góðu bættur, ef hann getur kom-
ið fjölunum til þess að fljóta til loka næstu vertíðar, hvað^
sem þá verði til ráða.
Mörgum reynist nógu örðugt að greina liðna atburði
í eðlilegri heild sinni. Þeim hættir til þess að líta of mjög
á einstök tilvik, rugla samhengi eða rjúfa það, tengja skakkt
saman. Allt leiðir þetta til misskilnings, og veldur stundum
hinu mesta fári. Hitt er þó meiri vandinn og reyndar miklu;
meira um vert, að skilja rétt sinn eiginn tíma, vita hvert