Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 106
100
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skírnir
þegar það stafar af saurgun frá vanheilögum hlut eða
öðru vanheilögu, — en það er vatn og eldur, sem hvort-
tveggja voru heilagir hlutir með Norðurlandabúum til forna.
Eins og áður er getið, eru nýfædd börn tabú á Suðurhafs-
eyjum; en þau verða nóa, ef þau eru stökkt vatni (sbr.
skírnina hjá kristnum mönnum). Af ýmsum hlutum afmá
menn einnig bannið á Suðurhafseyjum með því að bera
þá í eld5) (sbr. hreinsunareldinn hjá kaþólskum mönnum).
Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að í
þjóðfræðum (folklore) og trúarbragðasögu hefir orðið tabú
hlotið allvíðtæka merking; þar er það notað um hvers
kyns bann, sem sprottið er af hjátrú eða hjátrúarkenndri
varfærni.
En nú skal litið á hið svo nefnda nafna-tabú eða
nafnabann. Það er í því fólgið, að skaðlegt eða varasamt
þykir að nota venjuleg nöfn ýmiss þess, sem hættulegt er
álitið eða heilagt. Til forna var álitið, og svo mun enn
vera með frumstæðum þjóðum, að nafnið væri beinlínis
hluti þess, er bar það; og var því eigi að undra, þótt við
hafa yrði alla varkárni í notkun þess, er voldugar og
hættulegar vættir áttu í hlut.
Nafnabann lætur mest til sín taka hjá frumstæðum
þjóðum, eins og allt trúarlegt bann, enda þótt allmiklar
minjar nafnabanns hafi varðveitzt fram á vora daga í þjóð-
trú ýmissa menningarþjóða. Með villimönnum í Ameríku
allt norðan frá Hudsonflóa suður í Patagóníu, með Ainó-
um í Japan og Tuarekum á Sahara, með hirðingjum í Síbe-
ríu og innbornum Borneobúum er lagt bann við að nefna
nöfn framliðinna manna við ákveðin tækifæri.G) Þetta bann
er auðsjáanlega sprottið af ótta manna við að særa fram
og laða til sín anda hinna framliðnu; en þeir þykja stund-
um illir og hættulegir viðskiptis.7) Mjög víða í Evrópu og
Asíu eru nöfn hættulegra villidýra tabú, þegar sérstaklega
stendur á. í Síberíu nefna þarlendir menn skógarbjörninn
drottin skógarins, hinn varúðarverða o. s. frv. í Annam
er tigrisdýrið, fíllinn og önnur villidýr kölluð herra, afi og