Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 54
48
Hverjir og hvers vegna?
[Skírnir
voru ákallaðir á miðöldum, eru nú varla nefndir á nafn,
nema í Martyrologium, og eru aðrir yngri komnir i stað-
inn. Það er að vísu mikill hópur dýrlinga, sem ákallaður
er allsstaðar og alltaf og hlýtur að verða, en þeir eru lang-
samlega fæstir.
í þessum mikla dýrlingahóp eru menn frá öllum öldum,
úr öllum álfum, löndum og stéttum og af ölluin menningar-
stigum mannfélagsins, karlar og konur, konungar og vinnu-
hjú, hermenn og hæglætismenn, snauðir og ríkir, menntaðir
og þekkingarrýrir, allsmegandi og umkomulausir, og mætti
segja að dýrlingaskráin væri sönnun þess, að guð fer ekki
í manngreinarálit. Manni þætti það þó ekki óliklegt að ver-
aldarhyggju, að þessi höttótti hópur myndi eiga nokkuð
erfitt með að samlagast, enda verður með honum mjög
greinileg starfsskifting, sem hann þó ekki veldur sjálfur,
heldur fólkið. Það er vitanlegt, að kirkjan úthlutar ekki,
svo nefnandi sé, einstökum dýrlingum sérstöku starfssviði,
heldur ætlast hún til að þeir séu ákallaðir allir í öllum
raunum og þörfum mannlífsins, en þær eru nokkuð marg-
víslegar og misáríðandi, að því er sýnist, en að því eru
tímamót, eins og öllu öðru. Menn þóttust til forna af
reynslunni verða þess varir, að þessi dýrlingur eða hinn
yrði bezt við ákalli um þetta eða hitt, og svo fór loks, að
í meðvitund fólksins voru flestir dýrlingar farnir að hafa
sitt sérsvið. Menn leituðu þá til þeirra um öll almenn efni,
og svo sérstaklega í þeim efnum, sem þeir voru taldir að
vera raunbeztir i. Vitanlega er þetta ekki kenning kirkjunn-
ar, heldur trú fólksins, en kirkjan lætur þetta óátalið vegna
þess, að það ríður engan veginn í bága við kirkjukenning-
una, og er í sjálfu sér ógnar saklaust. Eftir þessu mætti
því flokka dýrlingana í þrjá flokka: Þá dýrlinga, sem leitað
er til alltaf i allskonar vandræðum, þá dýrlinga, sem leitað
er til í sérstökum vandræðum, og þá dýrlinga, sem fólkið
getur leitað til, ef því lízt svo. Starfssvið þeirra dýrlinga,
sem leitað er til í sérstökum vandræðum, getur verið afar-
vítt eða mjög þröngt, eins og dæmi munu sjást hér síðar.
Það er og allólíkt hjá hinum yngri og hinum eldri dýrling-