Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 138
132
Arabisk menningaráhrif.
[Skírnir
Við sjáum skip með mjög merkileg heiti sigla inn og út:
feluke, korvet o. s. frv. Korvet er komið af arabiska orðinu
ghorcib, þ. e. hrafn. Yfirleitt hafa mörg ítölsk, spönsk og
frönsk skipaheiti arabiskan uppruna, og frakkneska skáldið
Victor Hugo nefnir í kvæðinu sínu fræga um sjóbardagann
við Navarino (kvæðasafnið »Les Orientales«) yfir 10 arab-
isk skipaheiti. Þegar skipið leggst að bryggju, verður það
bundið með kabli (af arabisku habl, reipi), og málfróðir
menn setja líka orðið »kaðall« í samband við kabil.
Komnar á land verða vörurnar tollaðar á tollstöðinni,
sem með arabisku heiti kallast »dogana«, frakknesk »dou-
ane«, af arabiska orðinu ctiwan, sem með öðrum merking-
um líka merkir húsgagnið »dívan«, svo og kvæðasafn; í síð-
ustu merkingunni notar Goethe orðið í hinu fræga kvæðasafni
sínu »West-östlicher Diwan«. Tollskráin heitir ta’rif, arab-
iskt orð, sem þýðir birting, auglýsing, og vörurnar eru venju-
Iega tollaðar umbúðalausar, þ. e. tara, af arabisku sagn-
orði taraha, kasta í burtu.
Tollaðar eru vörurnar geymdar í einhverju magazini,
bazar eða fondaco, allt orð af arabiskum uppruna með merk-
ingunum geymsluhús, sölutorg, búð. í íslenzkunni þekkjast
orðin »bazar« og »magasín« sem nöfn á sölubúðum í
Reykjavík.
Til aðstoðar í viðskiptum milli Feneyja- og Araba-
kaupmanna vinna menn, sem kallast »drogmano« og »sen-
sale«. »Drogmano«, á frakknesku »dragoman«, þ. e. túlkur,
samsvarar arabiska orðinu tarðjuman, þýðari, sama orð og
finnst í hebreskunni sem targum og merkir armenisku þýð-
inguna á Gamla testamentinu. »Sensale« er beinlínis miðl-
ari, á arabisku simsar.
Við greiðslu varanna er vixillinn notaður. Þetta orð er
raunar ekki arabiskt, en þegar á dögum Haruns ar-Rasjíd
(um 800) var notkun víxilsins farin að þekkjast í bæjum
Vestur-Asíu, og lögfræðingurinn Abu Hanifa frá Kufa
(d. 787) er sá fyrsti, sem skýrt hefir lög og réttarfar Múham-
eðstrúarmanna frá trúfræðilegu sjónarmiði, og hinn fyrsti,
sem hefir með fullum skilningi á gildi víxlanna fyrir fjárhags-