Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 149
Skirnir]
Arabisk menningaráhrif.
143
orð aðeins til á f. dönsku »fil«, »filsben«, búlg., serb. »fildisj«,
þ. e. fílsbein. Sennilega er þá orðið komið hingað um
Balkanskagann og Miðevrópu austanverða. Einkennilegar
eru orðmyndirnar alpandýr, er finnst í Þiðrikssögu og er
tekið úr þýzku, og olifant, lúðurinn frægi í Roncivalbardag-
anum, en að rekja sögu þessara orða og samband þeirra
við »elefant« mundi verða of langt mál að þessu sinni.
Orðin eru sennilega æfagömul austræn orð, en saga þeirra
enn óglögg.
Annað orð, sem einnig er æfagamalt lán frá Austur-
löndum, er »kamell«, samsvarandi arabiska orðinu djimal.
Óútskýranlegt er orðið úlfaldi, samsvarandi got. »ulbandus«,
egs. »olfend« í sömu merkingu. Mér þykir vafalaust,
að þar hafi átt sér stað einhver ruglingur á fíl og
úlfalda.
í sögunni segir um Karlamagnús, þegar hann var
»dubbaðr til riddara«, »þá tók hann hest einn mikinn
rabit«. Er auðsætt að átt er við arabiskan hest, eins og
Arabia á gamla- málinu er kölluð Rabita, Rabitaland,.
samanber f. fr. »Arrabiz«, »Arrabit« í Rollantskvæðinu.
í Serklandi búa Serkir. Serkland var í sögunum Vestur-
Asía, Norður-Afríka og þeir hlutar Suður-Evrópu, eins og
Spánn, sem Serkir höfðu hernumið. Serkir voru Arabar og
Berberfólkið, þar sem negrar voru kallaðir blámenn. Orð-
myndin Serkir er nokkuð ólík hinum samsvarandi nöfnum
í norðurálfumálunum: fr. »les sarrasins«, þý. »Sarazenen«,
lat. »Saraceni«, gr. »Sarakenoi«, og er líkara arabiska orð-
inu sjarq, þ. e. austur, og sjarqij, þ. e. austræn, en hin
orðin eru. Enda er það sennilegt, að Væringjarnir í Mikla-
garði hafi myndað þetta orð og flutt það heim. Þó er líka
orðið »Saracinar« notað í sögunum, einkum í Karlamagnús
sögu. Ég ætla þó ekki að fjölyrða hér um Serki eða hina
gagnþroskuðu menntun þeirra á Spáni, þar sem blómaöld
þeirra lauk, en læt mér nægja að þessu sinni að benda á
hinar fögru »Sögur frá Alhambra« eftir Washington Irving,
glæsilega þýddar af Benedikt Gröndal og Steingrími Thor-
steinsson.