Skírnir - 01.01.1933, Page 204
Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
Það hefir lengi verið sagt, að meðal mongólskra þjóða,
væru það foringjarnir, ofurmennin, sem sköpuðu söguna,
en ekki stéttir, flokkar eða þing eins og á Vesturlöndum.
Sagan sýnir þess ótal dæmi, að meðal smáþjóða í Asíu
hafa risið upp duglegir herforingjar, eða stjórnmálamenn,
sem á skömmum tíma hafa skapað voldug og viðlend ríki,
en þau hafa jafnan verið háð persónu þjóðhöfðingjans.
Þegar hann var ekki mikilmenni, liðu ríkin skjótt undir lok,
af þvi að innra styrk vantaði.
Tyrkneska ríkið á sér lengsta sögu af öllum mongóls-
um ríkjum. Það má í raun og veru teljast hreint Asíuríki,
þó höfuðborg þess og nokkur skattlönd væri í Evrópu.
Þetta ríki var stofnað á 14. og 15. öld af nokkrum dug-
legum herforingjum af ættum Ósmans. Á tæpum 100 árum
breyttist hinn fámenni, fátæki og ómenntaði tyrkneski
hjarðmannaflokkur í voldugasta herveldi þeirra tíma, og
grísk og arabisk menning breiddist út meðal smábændanna,
er komnir voru austan af sléttum Mið-Asíu.
Hinu unga tyrkneska ríki var stjórnað með ótak-
mörkuðu einveldi, eins og jafnan hefir tiðkazt í Austur-
löndum, en það átti þvi láni að fagna, að soldánarnir voru
lengi vel framan af miklir skörungar, einkum í herstjórn,
enda átti ríkið í sífelldum ófriði við kristnar þjóðir.
En gáfur og stjórnarhæfileikar ganga sjaldan í erfðir
öldum saman, og eins fór hér. Treggáfaðir og þróttlitlir
menn erfðu sæti Ósmans og þá hófst hnignun ríkisins.