Skírnir - 01.01.1933, Side 214
208
Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja.
[Skirnir
búning eftir Evrópusniði, og nokkru seinna var gefin út
skipun um að allir starfsmenn ríkisins skyldi ganga í Evrópu-
búningi, og lagður við embættismissir, og þetta var ráð,
sem dugði. Smátt og smátt hefir tekizt að mestu að út-
rýma gamla miðaldabúningnum, og innleiða i staðinn
klæðnað, sem er samboðinn kröfum vorra tíma.
Það hefir nú um Skeið verið venja, að líkja Mustafa
Kemal við Pétur mikla Rússakeisara, og víst er það, að
með þeim er margt sameiginlegt. Báðir eru þeir austur-
lenzkir höfðingjar, sem hafa marga lesti Austurlanda og
marga kosti Vesturlanda. Báðir eru þeir brautryðjendur,
talsmenn mikilla mála á stærstu vegamótum sinna þjóða.
Báðir eru fæddir foringjar. Viljakrafturinn og stjórnarhæfi-
leikarnir eru sameiginlegir hjá báðum.
Lögbók var eiginlega engin til á Tyrklandi. Kóraninn
var í einu lögbók og trúarbók eins og gamla testamentið
hjá Gyðingum. Þetta gat dugað meðan Tyrkir voru aðeins
hernaðarþjóð, sem átti í sífelldum trúarlegum striðum, en
algerlega óhæft fyrir nútíma menningaiþjóð. Mustafa Kemal
lét rannsaka löggjöf helztu menningarþjóða Norðurálfunnar,
og árið 1926 voru gefnar þrjár lögbækur fyrir Tyrkland.
Borgararéttur sniðinn eftir lögbók Svissa, refsiréttur, eftir
ítalskri fyrirmynd, þó var dauðahegningunni haldið, og
verzlunarréttur, sem saminn var eftir ýmsum ákvæðum í
frönskum, þýzkum og ítölskum lögbókum. Þetta er einhver
hin mesta bylting, sem þekkist í réttarsögu nokkurar
þjóðar.
Þá var smátt og smátt komið föstu skipulagi á fræðslu-
málin. Skólaskylda var fyrirskipuð fyrir öll börn í fimm
ár, og kennsla ókeypis. Víða í sveitum eru farskólar eins
og hér á landi. Erfitt hefir verið að fá nægilega marga
kennara, en þó eru þeir nú orðnir um 15,000 og yfir
500,000 börn í skólum. Jafnframt voru stofnaðir margir
alþýðuskólar og sérskólar í ýmsum greinum. Háskóli er
aðeins einn, í Miklagarði, en í Angóra er lagaskóli til þess
að veita embættismannaefnum fræðslu. Lítil áherzla er
lögð á guðfræðikennslu, og þótt Mustafa Kemal haldi fast