Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 159
Skírnir] Stiklarstaðaorusla og sólmyrkvinn. 153-
haflega sögn hafði eykt. En aðalandmælin gegn þessari
tilgátu munu verða þau, að svo smávægilegir hlutir, sem
hvenær að deginum eitthvað hafi orðið, geti eigi haldizt
óbrjálaðir í munnlegum sögnum mann fram af manni um
100 ár eða lengur. En gagnvart þessu má benda á þaðr.
að margir fræðimenn hafa óhikað byggt á svipaðri sögusögn
um fund Vínlands og á ég þar við sögusögnina, að á Vín-
landi hafi sól haft bæði dagmálastað og eyktarstað um
skammdegi. Það er annars eigi svo auðvelt að gera sér
ljósa grein fyrir, hvers konar tímatal hafi varðveitzt bezt
í minnum þeirra tíma manna. Landmark (bls. 55) nefnir
tvær dagsetningar úr Helgisögunni sem dæmi upp á sagn-
ir, sem gengið hafi mann frá manni; en önnur þeirra
(Palmsunnudagur) er í Nesjavísum Sigvats og sennilega
þaðan komin í sögurnar, og fleira þess kyns gæti hafa
geymzt í vísum, þótt þær séu nú glataðar og gleymdar.
En alvarlegastu mótbáruna á móti því stundatali, sem
Snorri tilgreinir um orustuna á Stiklarstöðum, er að finna
hjá Landmark (bls. 27—28). Hann álítur, að hann hafi
fundið í einni vísu Sigvats sönnun fyrir því, að orustan
haíi verið um morgun, en Heimskringla segir, að hún hafi
byrjað milli hádegis og miðmunda.
Vísan, sem Landmark byggir skoðun sina á, er á
þessa leið:
»Vítt vas fold und fótum,
friðbann vas þar mönnum,
þá réð í böð bráða
brynjat folk at dynja,
þás árliga ærir
alms með bjarta hjalma,
mikill varð á stað Stiklar
stálgustr, ofan þustu«.
En mér finnst, að orðið »árliga« þurfi hér eigi að merkja
það, að orustan hafi verið um morguninn eða árla dagsr
heldur sé þetta eitt af þeim orðatiltækjum, sem skáldin
gripu stundum til, án þess að binda við það ákveðna stað~
hæfingu um tímann. Jafnvel orðatiltækið: »of morgin«, ef