Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 117
Skírnir] Máttur nafnsins i þjóðtrúnni. 111
Bóndi spyr konu sína, hvað að henni gangi, og sagði hún
honum þá upp alla söguna. Bóndi varð mjög hræddur og
þótti hag konu sinnar í óefni komið. Einu sinni varð bónda;
reikað upp undir fjall, og kom hann að grjóthól einum
stórum. Bónda heyrast högg í hólnum, gengur hann á
hljóðið og kemur að smugu einni og horfir inn í hana.
Sér hann þá, hvar kona ein, ærið stórvaxin, situr og slær
vef. Óf hún af kappi og kvað við raust:
Hæ, hæ og hó, hó,
húsfreyja veit ei, hvað ég heiti,
hæ, hæ og hó, hó,
Gilitrutt heiti ég.
Bóndi ritar nafnið á miða, en lætur konu sína ekkert
vita um, hvers hann hafi orðið áskynja. Síðasta vetrardag
fór húsfreyja ekki í klæði, svo hugsjúk var hún orðin.
Bóndi kom til hennar og spurði hana, hvort hún vissi
nafn vinkonu sinnar. Hún kvað nei við og kvaðst ætla að
syrgja sig í hel. Bóndi kveður það óþarft og fær henni
blaðið. Húsfreyja biður bónda vera hjá sér, er kerling
komi, en hann neitar því, segir hana hafa verið eina í
ráðum, er hún samdi við kerlingu, og bezt sé, að svo
verði enn. Kemur nú sumardagurinn fyrsti; kemur þá kerl-
ing, eins og um hafði verið talað. Hún snarar vaðmáls-
stranga miklum á gólfið og segir: »Hvað heiti ég nú, hvað
heiti ég nú?« »Signý,« svarar húsfreyja. »Það heiti ég,.
það heiti ég, og gettu aftur húsfreyja,« svaraði kerl-
ing. »Ása,« sagði þá húsfreyja. »Það heiti ég, það heiti
ég, gettu enn húsfreyja,« svaraði kerling. »Ekki vænti
ég, að þú heitir Gilitrutt,« sagði húsfreyja. Kerlingu varð
svo bilt við, að hún datt kylliflöt á gólfið, og varð af dynk-
ur mikill. Reis kerling samt bráðum upp, fór burt og sást
aldrei framar.23)
Enn má geta þess, að nykurinn, sem jafnan kemur
fram í hestslíki í íslenzkri þjóðtrú, þolir ekki að heyra nafn
sitt. Ef hann heyrir það, leitar hann þegar til heimkynna
sinna, vatnsins.24)
Svo hefir verið hjá íslendingum eins og ýmsum öðr-